07 apríl 2005

Var í London um síðustu helgi. Það var bara magnað. Fór og sá Hemma Hreiðars og félaga í Charlton taka í móti Man City. Það var bara nokkuð skemmtilegur leikur sem endaði 2-2 eftir að Charlton hafði jafnað á 93 min. Hemmi skoraði einmitt í þessum leik eins og ég hafði óskað nema hvað að þetta var sjálfsmark sem var ekki jafn gott..

Páfinn er dáinn. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Menn deyja alltaf á endanum, jafnvel þó þeir séu í beinu símasambandi við Guð. Ég sá í blöðunum í dag að páfinn skildi eftir sig 15 bls erfðarskrá sem var einmitt það eina sem hann átti!!! Hann skildi ekki eftir sig neinar eignir þannig að ég skil ekki alveg um hvað erfðarskráin fjallaði. Reyndar var hann eitthvað að segja að hann hefði spáð í að láta jarða sig í Póllandi en hætt við og leyft einhverjum öðrum að ráða. Hann átti heldur engin börn og barnabörn þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli þó hann hafi ekki átt neitt. Hvernig ætli erfðarskatturinn sé í Vatíkaninu???

Við í Völsa erum síðan að fara til þýskalands á mánudaginn næsta í æfingarferð. Það verður væntalega snilld. Verðum frekar sunnarlega þannig að veðrið á eflaust eftir að leika við okkur. Það er ágætt að stoppa aðra hverja helgi á íslandi og fara hina hverja til útlanda. Allavegana á meðan veðrið er svona eins og það er þessa dagana. Hvítt og kalt.

Ég vil hvetja alla sem búa í suð-vestur rigningarhorninu til að hunsa stóru olíufélögin og versla við Atlantsolíu. Það verður bara að leggja af þennan íslenska hugsunarhátt að fyrst maður hefur alltaf verslað þarna þá er ekki hægt að breyta því!!
Ég get ekki betur séð en stóru olíufélögin séu að beyta sömu brellu og tryggingafélögin gerðu þegar þeir fengu samkeppni. Lækka sig bara og ýta hinum út af markaðinum.

Yfir og út roger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli