30 maí 2005

Það er bara það

Best að byrja á því að óska liverpool mönnum til hamingju með titilinn. Það er eitt sem gerir þetta skemmtilegt sem er það að á sama tíma og liverpool eru með besta liðið í evrópu (að eigin sögn) þá eru þeir einungis með 5 besta liðið á englandi. Djöfull segir það okkur hvað enska deildin er sterk.

Ég sá í hinu virta blaði DV að Leonce væri æf út í einhvern strák aula sem asnaðist til að kalla hana indverska eitthvað (man ekki hvað það var en það var ekkert óhemju ljótt) og segja að hún væri eins og "transexual" eða kynskiptingur. Hún er búin að væla í öllum sem hægt er að væla í t.d. umboðsmanni alþingis, ríkissaksóknara og lögregluna og ég veit ekki hvað og hvað. Hún er búin að fara fram á að fá að ræða við Indlandsforseta, sem er hér á landi þessa dagana, væntanlega til að segja honum hvað íslendingar eru vont fólk. Einnig þykist hún ætla að fara með þetta mál fyrir mannréttindadómstólinn. Nú spyr maður sig, hvað er að? Hún gerir ekkert nema væla yfir því hvað íslendingar eru miklir rasistar og vondir við hana. Hún þolir ekki íslendinga og ég veit ekki hvað og hvað.. Afhverju í ósköpunum getur þessi manneskja ekki bara farið burt og verið einhverstaðar annarstaðar? Það er ekki eins og hún sé hérna nauðbeygð!!!Jæja það er best að ræða hana ekki nánar, maður gæti fengið ákæru eða eitthvað slíkt.

Það gengur ekki nógu vel í boltanum. Erum búnir að tapa 3 leikjum í röð. Ég nenni svo sem ekkert að ræða þessi mál neitt nánar. Þetta kemur allt saman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli