15 maí 2005

Jæja!
Þá hafa framhaldsskólaprófin mín sungið sitt síðasta. M.ö.o. þá er ég búinn að ná öllum prófunum og ekkert annað eftir en að skella upp hvítu húfunni og fagna með veisluhöldum (að sjálfsögðu edrú því það er leikur daginn eftir!!)

Annars er það að frétta að það var komið sumar en eitthvað breyttist því það er slydda úti og hann á víst að blása úr norðri næstu dagana með kulda og ógeði. Við eigum einmitt leik við KA á akureyrir á mánudag, það verður voða gaman að spila í einhverju ógeði..

Svo er liðið mitt, Man Utd, orðið bandarískt stórfyrirtæki og að auki skuldum sett. Fór á einum degi frá því að vera ríkasta félagslið heims yfir í skuldafen!! Það mætti ætla að það veitt ekki á gott en ég ætla að vona að það reynist ekki. Þessi asni sem keypti liðið hlýtur að átta sig á því að til að liðið hali inn aur þaf árangur og til að árangur náist þarf að leggja peninga í þetta og ef þetta er vel rekið þarf ekki að setja jafn mikinn pening í leikmannakaup og kemur í kassan = gróði...
Einnig er vonandi að þetta veitist Man U góð innspýting á USA markaðinum sem er einmitt gríðarlega stór markaður og þar geta komið inn miklir peningar ef rétta er haldið á spöðunum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli