23 maí 2005

Lonely?
Þá er útskriftin að baki. Ég þakka öllum kærlega sem veittu mér þann heiður að mæta í veisluna!!
Annars töpuðum við fyrir UBK í gær, vorum ekki nógu góðir eða bara lélegir og því fór sem fór. Ekki fleirir orð um það.
Skemmtileg tilviljun að júróvíson var sama dag og ég var að útskrifast, sem betur fer var íslenska lagið aldrei líklegt til að vinna og komst ekki í úrslitin, þar af leiðandi var fólk ekkert að stressa sig heim á slaginu sjö.
En hvað er málið með þetta júróvíson? Hvar eru allir spámennirnir sem spáðu sigri íslands?? Það segja allir "ég vissi þetta- eða - ég sagði þetta". Þetta er svipað og það kýs aldrei neinn H-listann en samt sigra þeir kosningarnar með yfirburðum.
Fyrir utan það hvað mér finnst þetta leiðinlegur "siður" að halda alltaf að ísland vinni þetta árið, þá finnst mér það alveg jafn leiðinlegur siður að það þurfi alltaf að hrósa íslensku keppendunum í hástert. "Selma stóð sig frábærlega og þau öll", "atriðið var frábært" og ég veit ekki hvað og hvað. Menn keppast um að rakka niður fótboltalandsliðið þegar þeim gengur ekki betur en búast má við en það er fótbolti og þá er það í lagi eða hvað?
Hvað er að því að segja það bara að Selma söng þetta bara skítsæmilega, ekkert meira en það? Eða að dansinn hjá henni og hinum stúlkunum var alls ekki flottur og langt frá því að vera í takt!! Það hlýtur að vera mikilvægt með 4-5 dansara sem eru að dansa sama dansinn að þeir geri sömu hreyfingarnar á sama tíma. Það má heldur ekki gleyma því að selma var mjög asnalega klædd og það var örugglega ekki til að hjálpa henni. Afhverju ekki að vera bara sexy klædd og reyna að sýna einhvern kynþokka? Hvað ætli Ísraelska hænan hafi fengið mörg stig bara fyrir þetta barbí lúkk, með sílíkon bjöllurnar sínar?
Í fyrra söng Jónsi illa. Það sagði samt enginn neitt við því, það er bara staðreynd að hann söng lagið falskt og bara langt frá því að vera eins og maður átti að venjast. Engu að síður vildu allir meina að þetta væri lang besta lagið, hinir skildu það bara ekki!!!
Niður með júróvíson, hvernig væri bara að byrja aftur að sýna þýska boltann og hætta þessu söng rugli???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli