07 maí 2005

Lukka!!
Það vakti greinilega ekki mikla lukku að spyrja ykkur úr samræmdu prófi!! Allavegana þá er fátt um svör. Kannski afþví að þetta er ótrúlega leiðinleg spurning og það er örugglega ekkert rétt svar við henni, meira bara svona hvað manni finnst.
Annars er það að frétta að samræmduprófin sem ég tók eru ekki samræmdari en svart og hvítt eða með öðrum orðum þá voru mismunandi próf á milli einstaklinga sem er ótrúlegt og sennilega einsdæmi í samræmdum prófum!!

Mínum mönnum gengur ekki allt of vel í boltanum, meira svona þeir eru að drulla í brækurnar. Nún hlýnar örugglega einhverjum liverpool aðdáendum við að sjá mig skrifa þetta. Óskiljanlegt finnst mér. Aldrei myndi ég óska þess að liverpool myndi ganga illa!!!

Gaman eða frekar ógaman að segja frá því að það er hvítt yfir hérna á Húsavík. Mér skilst að maður þurfi ekki að fara lengra en út á flugvöll til þess að sjá engan snjó. Það er eitthvað með veðurbrigðin á Húsavík. Stundum þegar það er brjálað veður á öllu landinu, fólk er fjúkandi ásamt húsum, bílum og þakplötum þá er bara logn og blíða á Húsavík. Síðan er kannski kalt á landinu og hann blæs úr norðri og þá fyllist bara Víkin af snjó.
Held að það þurfi að skoða þetta mál svolítið nánar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli