01 júní 2005

Ég var að spá...
...maður sem ég þekki lenti í því að skógarþröstur hafði gert sér hreiður í dráttarvélinni hans. Þar voru fjögur egg og allt í blómanum þegar kallinn mætti á svæðið. Hann þurfti nauðsynlega að nota dráttarvélina og því voru góð ráð dýr! Maðurinn sá sig knúinn til að færa hreiðrið eldsnöggt, rétt á meðan hann skytist á vélinni. Þrölli og frú voru hvergi sjáanleg og vippaði því gamli hreiðrinu sem snöggvast á jörðina og brunaði burtu á vélinni.
Hann kom síðan til baka að ekki svo löngum tíma liðnum, setti hreiðrið á sinn stað og ekkert bólaði á þrastarhjúum. Þau höfðu víst eitthvað birst á meðan þessu stóð en voru farin aftur.
Þau létu sjá sig skömmu síðar og héldu lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það sem ég hins vegar var að velta fyrir mér er að þegar þrastarhjónin mættu á svæðið og hreiðrið lá bara á jörðinni, hvað ætli þau hafi hugsað? "Var ekki örugglega dráttarvél hérna eða?" eða "Ég er viss um að þetta var ekki svona þegar við fórum".
Síðan hafa þau örugglega hugsað "jæja, ég er greinilega orðinn ruglaður/uð".
Síðan héldu þau áfram sínu daglega lífi, þ.e. að borða orma og þannig dót. Þegar þau komu aftur heim var allt orðið eins og það var!!

Þetta var bara smá pæling, það er erfitt að ímynda sér hvað þessir fuglar eru að hugsa...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli