17 júní 2005

Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Það leikur ekki við mann veðrið hérna norður á landi frekar en fyrri dagana í sumar. Djöfull verða júlí og ágúst að vera góðir til að bæta þetta upp. Ef ekki þá verð ég brjálaður.

Kíkti í dag í íþróttahöllina þar sem hátíðarhöldin fóru fram sökum veðurs. Þar var líf og fjör. Allir kátir. Fór síðan aftur í kvöld þar sem Tony the pony voru með tónleika. Það var fyndið að sjá alla litlu krakkana sem voru búnir að "óverdósa" af sykri. Það var lítill skríll á harðahlaupum út um öll gólf, eins og kettir með sinnep í rassgatinu. Svo var stoppað reglulega og fengið sér sleikjó eða sykurpúða eða hvað þetta heitir. Svo var hlaupið af stað aftur. Ég man eftir því þegar maður var yngri og gat hlaupið endalaust eftir sykurát dagsins t.d. á öskudagsballinu í skólanum. Maður hljóp svona 10 km á einu kvöldi. Enda lá maður genjandi uppi í rúmi um kvöldið og kvartaði yfir verkjum í löppunum. Þá komu mamma eða pabbi og settu þykkan púða undir lappirnar og þá minnkaði verkurinn og maður gat sofnað.
Það eru örugglega einhverjir krakkar grenja núna því þeim er illt í löppunum!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli