12 júní 2005

Það hafðist...
... við náðum að vinna okkar fyrsta leik í sumar og meir að segja komast upp úr botnsætinu. Fórum reyndar ekki mjög hátt og erum ennþá í fallsæti en það kemur allt saman. Unnum Fjölni 1-0 og kallinn skoraði!

Sá einhverstaðar að Russell Crowe reiddist einhverjum hótelþjóni og henti símtóli í smettið á honum. Sá ástralski var kærðu fyrir líkamsárás og ólöglegan vopnaburð, vopnið var sem sagt símtól!!!
Ætli það verði framvegis bannað að ganga með símtól á sér í bandaríkjunum?

Djöfull var Tyson bardaginn leiðinlegur í gær maður. Ég er viss um að þetta var allt fyrir fram plöggað þ.e. að Tyson var einfaldlega að næla sér í pening og setja punktinn yfir i-ið. Hann virkaði bara í lélegu formi og var asnalegur. Síðan bara allt í einu var hann hættur. Fór bara að væla í sjónvarpinu um að hann gæti ekki einbeitt sér og hugsaði bara um fjölskylduna og bla bla bla. Górillan sem hann var að slást við fékk einhverja örfáa hundraðkalla fyrir að keppa við Tyson á meðan asninn sjálfur fékk mörg hundruð ef ekki þúsundir milljóna (ég man ekki tölurnar nákvæmlega en þær voru skuggalegar).
Þetta sýnir bara en og aftur hvað þetta er ömurleg "íþrótt" og það er óskiljanlegt að fólk skuli nenna að eyða tíma í að horfa á þetta. Ég er grautfúll og mínar samsæriskenningar segja að Don King, sem einmitt plöggar alla af stærstu boxbardögunum, er með þetta allt saman fyrir fram ákveðið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli