06 júní 2005

Nýr liður - orð vikunnar
Ég fékk íslenska orðabók í útskriftagjöf um daginn og hef verið að glugga aðeins í henni og mig langar svo óskaplega að deila mörgum af þessum fábrotnu og stundum nánast útdauðu orðum með einhverjum. Mitt lóð í vogarskálarnar, til að viðhalda mörgum af þessum glæsulegu orðum áður en þau falla í gleymsku, er þessu glænýi liður sem á að verða vikurlegur og allt fer að óskum.
Í tilefni af því að þetta er í fyrsta skiptið sem ég er með þennan lið þá ætla ég að hafa orðin tvö þessa vikuna (líka af því að þau eru á svipuðum stað í bókinni (sem er reyndar tölvuorðabók)).
Fyrra orðið er orðið PA sem ku vera staðbundið, það lýsir undrun eða styrkir neitun (yfirleitt með nei). T.d. nei-pa, pa-nei, pa-pa.
dæmi;
mamma má ég fá nammi?
Nei-pa!

Nei, er hann kominn, pa-pa!

Seinna orðið er orðið PAFF sem sumir úr yngri kynslóðum kannast við sem orðið stúmm. Paff þýðir að vera hissa eða orðlaus af undrun.
dæmi;
Hvernig stóð á því að Man U unnu ekki úrslitaleikinn gegn Arsenal?
Ég hef ekki hugmynd. Ég er alveg paff.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli