02 ágúst 2005

Kannski ekki hættur...
...meira svona í sumarfríi.
Það er nú við hæfi að byrja þetta blogg á vinsælustu blogg setningunni þessa dagana. "það er svo langt síðan ég bloggaði"..
Á sumrin dettur blogglestur niður um tugi prósenta og fólk hættir að nenna að kommenta sem gerir það ekki jafn skemmtilegt að blogga, þ.e. þegar maður fær engin komment.
Það styttist óðum í að maður flytji suður og hefji nám í HÍ. Þá byrja ég vonandi að blogga aftur á fullu. Þangað til verður þetta frekar óreglulegt.
Langaði samt aðallega að koma með setningu hérna sem ég sá á netinu og mér finnst vera mjög "skemmtileg"

Einn bensínlítri jafngildir 125 klukkustunda vinnu með berum höndum. Út um allan heim sitja stálbeljur fastar í umferð og sóa jafnvirði billjóna klukkustunda vinnu. Oft situr einn manngarmur í þriggja tonna ferlíki á leið út í sjoppu. Hvað höfum við gert?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli