09 ágúst 2005

NINE ELEVEN
Nine eleven, 9/11 eða ellefti september er eitthvað sem allir kannast við. Dagurinn þegar bandaríkin urðu fyrir árás. Auðveldast er að trúa því sem er á yfirborðinu í þessum efnum, sem er í þessu tilfelli fréttirnar sem er dælt í okkur frá "óháðum" fréttamiðlum eins og rúv, mogganum, stöð 2 eða fréttablaðinu. Flestir halda að þessir fjölmiðlar séu mjög svo ólíkir því þeir eru jú sumir í stjórnarandstöðu á meðan aðrir standa með stjórnarmeirihlutanum. Það má vera að á innlendum markaði séu þessir fjölmiðlar ólíkir en þegar kemur að erlendum fréttum standa þeir allir eins að verki. Þeir eru með þýðendur í vinnu, sem eru góðir í ensku, (og margir slakir í íslensku sbr mbl.is) og kópera fréttir af stóru "alþjóðlegu" fréttavefjunum, sem eru aðallega bandarískir. Þetta gerir það að verkum að "við", hinn almenni borgari, erum mötuð að miklu leiti á sömu fréttum og eru notaðar til að afvegaleiða bandarísku þjóðina.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta núna er sú að ég var að lesa þessa frétt á mbl.is sem segir frá því að fjórir af mönnunum sem tóku þátt í árásinni þann ellefta september hafi verið undir smásjá bandarísku leyniþjónustunnar ári fyrir atburðina. Sem sagt fjórir af þessum 19 aröbum sem eru sakaðir um að hafa staðið á bakvið árásina. Þessir 19 einstaklingar voru 18 í nokkra daga eftir árásina þar til sá nítjándi bættist við. Það sem mig langar að benda á er, að fyrir utan það að bandaríkjamenn hafa aldrei komið fram með neinar sannanir fyrir því að þessir 19 arabar hafi staðið fyrir þessu, þá er enn þann dag í dag mörgum spurningum ósvarað hvað varðar þessa árás, til dæmis:
Hvers vegna hrundu turnarnir?
Hvers vegna hrundi WTC-bygging númer 7 (sem varð ekki fyrir flugvél)?
Ósennileika þess að farþegaflugvél hafi skollið á Pentagon og horfið sporlaust.
Hvort flug UA 93 hafi verið skotin niður í Pennsylvaníufylki?
Hvers vegna brök flugvélanna eru ekki til?
Hvers vegna réttarfræðileg sönnunargögn voru fjarlægð og eyðilögð?
Afslöppuð framkoma ýmissa opinberra leiðtoga þennan örlagaríka dag.

Kenningin um að bensínið úr flugvélunum (sem voru fullar af bensíni) hafi flætt niður í lyftustokkana (sem voru í leiðinni burðarvirki) og eldur kviknað sem hitaði stálið svo mikið að það bráðnaði og allt hrundi, eru mjög langsóttar. Margir verkfræðingar og menn sem hafa vit á svona málum halda því fram að það þurfi eitthvað meira (sprengiefni) til að svona kofar hrynji. Hvernig fór heil farþegarþota að því að týnast í brakinu í pentagon?

Það er ótrúlega mörgum spurningum ósvarað hvað þetta varðar. Eitt vitum við þó öll og það er það að þetta var akkúrat það sem Bush forseta vantaði sem skálkaskjól til að ráðast inn í miðausturlönd og tryggja sér og sínum aðgang að miklum olíuauð.
Við sem íslendingar styðjum þetta allt saman.

Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér þetta nánar er hægt að leita á google og skrifa t.d. unanswered questions 9/11 og þá kemur fullt af lesefni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli