12 september 2005

Ég lenti í atviki í dag...
... þannig er mál með vexti að ég var í þjóðarbókhlöðunni að læra og þurfti allt í einu að gera nr 2. Ekkert við því að gera nema skella sér í settið. Það er svo furðulegt með það að það eru einungis tvö klósett á annarri hæðinni (eftir því sem ég best veit) og það eru bara pínku klósett fyrir einn í einu. Eitt fyrir hvort kyn.
Ég fór að sjálfsögðu á herra salernið og fékk mér sæti og var helv. reffilegur þó ég segi sjálfur frá. Allt í einu hringir síðan síminn og eins og maður gerir þegar síminn hringir, þá svaraði ég og fór að spjalla við félaga minn. Í miðju samtali opnast allt í einu hurðin og eitthvað strák grey stígur inn og sér mig sitjandi á settinu, með allt niður um mig, talandi í símann. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við þannig að ég nikkaði bara til hans, svipað og maður gerir þegar maður heilsar fólki. Hann var snöggur að stökkva út.
Ég bar mig karlmannlega og hélt mínu striki, kláraði símtalið og lauk mér síðan af á settinu.
Hins vegar þá pældi ég mikið í því þegar ég var að klára "ætli strákurinn standi fyrir utan og bíði og komi síðan inn eins og ekkert hafi í skorist eða ætli hann hafi farið á eitthvað annað klósett og vonist til þess að sjá mig ekki aftur?"
Að sjálfsögðu var hann farinn þegar ég kom út, nákvæmlega það sama og ég hefði gert þó það sé spölur á næsta sett...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli