22 september 2005

Garna...
...gaul
Já það stendur garnagaul. Í íslensku orðabókinni minni segir að þetta sé hljóð í görnum eða þörmum. En það þarf svo sem enga íslenska orðabók, það vita allir hvað garnagaul stendur fyrir. Í flestum tilfellum er garnagaul sökum hungurs, getur þó einnig verið af öðrum ástæðum.
Málið er að í HÍ er býsna mikið af námsmönnum, sem kemur sennilega ekkert á óvart.
Það hefur vakið athygli mína, þessar vikur sem ég hef verið í skólanum, hversu mikið er um þetta gaul í kringum mann. Það sat stúlku kind rétt hjá kjellinum fyrir skemmstu og önnur eins óhljóð hef ég barasta aldrei heyrt. Stúlkan var að sjálfsögðu eins og aumingi og reyndi hvað hún gat til að stöðva þetta, en eins og flestir vita þá er bara ein leið til að stöðva þetta og það er með því að snæða eitthvað. Stúlkan hafði að sjálfsögðu ekkert til að snæða og varð því bara að gaula eins og eitthvað fífl.
Ég held það sé tímabært að ríkisvaldið geri eitthvað í málunum, með því að auðvelda fólki peningalega að vera í skóla. Það gæti t.d. verið í formi skattafsláttar eða hærri námslána. Eins og menn vita þá er ríkisstjórnin ekki að gera góða hluti í þeim málum, sbr nágrannalönd okkar.

Yfir og út.......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli