20 september 2005

Internetið er...
...endalaus fróðleikur.
Núna var ég til dæmis að komast að því að ég hef undanfarnar vikur verið að leggja líf mitt og limi í hættu án þess að hafa um það minnsta grun.
Málið er að ég var að skoða þessa síðu sem er tileinkuð Kevin Mackle sem varð undir kóksjálfsala og lést. Síðan fjallar um það hversu varhugavert það er að láta kóksjálfsala vera frístandandi, þ.e. ekki festa niður á nokkurn hátt. Þeir geta nefnilega oltið um koll. T.d. ef maður hristir kvikindið eða ef gólfið gefur sig.
Síðan ég byrjaði í háskólanum hef ég keypt mér c.a. 4-5 sinnum gos í sjálfsölunum sem eru víðsvegar um háskóla svæðið. Það sem meira er að ég hef ekki haft minnsta grun um að ég væri að leggja líf mitt í hættu!!! Mitt fyrsta verk, þegar ég kem í skólann á eftir, verður að ath hvort kvikindin séu fest niður eða hvort ég þurfi að fá "eftirá áhyggjur".

Annars virðist styttast óheyrilega í vetur konung. Menn eru farnir að keyra út af í morgun hálkunni og spáin er að mér skilst ekki allt of góð.
Sá einmitt viðtal við Skúla Viðar Lorenz í blöðunm fyrir skemmstu. Hann er í beinu sambandi við æðra tilverustig og hann tilkynnti okkur að það yrði þungur vetur. Ef hann veit það ekki þá veit það enginn...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli