09 september 2005

Jæja
Þá er ég loksins orðinn nettengdur og það allstaðar sem ég kem helst. Þ.e. í skólanum, heima hjá mér, hjá mömmu og svo framvegis. Meir að segja þegar ég fer í kringluna að skoða!!!
Það þýðir að ég hef enga afsökun fyrir því að blogga ekki þannig að...

Þar sem ég hef ekki bloggað lengi þá er ég uppfullur af hugmyndum og veit í raun ekki alveg hvar ég á að byrja. Best að stikkla á stóru.
Það sem liggur hvað þyngst á mér þessa dagana er umferðar (ó)menningin í BB (borg bleytunnar). Ég vil byrja á því að lýsa frati í alla ökumenn á höfuðborgarsvæðinu nema mig. Ég hef einmitt þá skoðun (eins og allir aðrir ökumenn hérna á svæðinu) að finnast ég vera eini almennilegi ökumaðurinn á svæðinu og allir hinir kunna ekki að keyra og eru fífl. Ég keyri um á kraftlausum bíl og akstur minn miðast við það ásamt háu verði á eldsneyti. Það virkar þannig að ég gef ekki allt í botn þegar ég er að taka af stað, heldur nota ég svokallaða jafna hröðun og kemst á endanum í eðlilegan aksturshraða. Hins vegar er það ríkjandi hérna megin að þegar fólk tekur af stað á rauðu ljósi þá gefur það allt í botn, keyrir eins og svín og neglir síðan niður á næsta rauða ljósi. Ég kem á eftir á "lallinu" og þarf alltaf að hægja á mér við næsta rauða ljós því allir sem eru að flýta sér eru stopp og þar af leiðandi fyrir mér!!! Þetta hljómar svolítið vitlaust er það ekki?
Eins er umferðin rétt fyrir kl 8 á morgnanna alveg kapituli út af fyrir sig. Það skiptir ekki öllu máli hvort ég leggi af stað kl 7:43 - 7:54. Ég er alltaf kominn á háskólasvæðið kl 8:15 plús. Leiðinlegt hvað vegakerfið hérna þolir engan veginn umferðaþungann, það tekur mig einmitt svona 13 min að keyra heim.
Það er einmitt næst á dagskrá að prufa strætó. Ég hef enga trú á því að þessi áætlun standist..

Yfir og út

p.s. allir á völlinn á morgun (lau) og hvetja völsunga til sigurs..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli