13 september 2005

Jæja hvað er títt?
Sagan segir að verðbólgan sé farin að láta kræla á sér. Sumir vilja kenna stóriðjuframkvæmdum um það, aðrir kenna einhverju öðru um. Kaldhæðni í því að Davíð Oddson skuli vera aðal spaðinn í Seðlabankanum núna. Hann er maðurinn sem þarf að skeina ríkisstjórninni (sjálfum sér) með því að hækka stýrivexti. Svo ég vitni nú beint í viðskiptafréttir íslandsbanka: "Efri þolmörkin í markmiði Seðlabankans (4%) hafa því verið rofin með áberandi hætti og nú þarf bankinn að gera ríkisstjórninni skriflega grein fyrir áformum sínum til að ná verðbólgu niður í 2,5% á ný." Núna þarf Dabbi að senda Dóra bréf og segja honum hvað hann ætlar að gera. Bréfið gæti hljóðað þannig:
Mr Dóri forsætisráðherra
Blaz, Dabbi hérna. Heyrðu það er allt í rugli hjá ykkur í ríkisstjórninni. Þið þurfið að sýna ákveðið aðhald og hætta að eyða peningum í vitleysu. Þú manst leynifundinn í Öskjuhlíðinni kl 15 á morgun.
kv Dabbi bankastjóri (the boss)

Annað heitt mál er "enska bolta málið nr 15".
Íslenska sjónvarpsfélaginu (ÍS) finnst eðlilegt að geta neytt alla sem vilja horfa á enska boltann heima hjá sér til að kaupa ADSL tengingu hjá símanum. Einhverra hluta vegna þá finnst samkeppniseftirlitinu það ekki eðlilegt. "dauðadómur yfir áskriftasjónvarpi skjás eins" segja forsvarsmenn ÍS. Ég skil ekki hver þessi dauðadómur er. Hvað er svona slæmt við það að neytendur geti horft á enska boltann í áskrift sem þeir borga fyrir, án þess að vera borga 1500-2000 kr aukalega fyrir ADSL tengingu? Jú auðvitað er það slæmt fyrir símann sem hefur algjöra einokunarstöðu á fjarskiptamarkaði. Best fyrir þá að fólk skuli "neyðast" til að vera hjá þeim, þó svo aðrir skuli bjóða betur. Æji maður veit það ekki.....


Að lokum þá sá ég þessa frétt sem segir okkur frá þýskum vísindamanni sem hefur tekist að búa til dísel olíu úr dauðum köttum og ónýtum dekkjum. Að sögn getur hann búið til 2,5 lítra úr einum ketti. Það er ótrúlegt ef heimsmarkaðsverð á olíu lækkar ekki í kjölfar þessarar fréttar. Það hefur allavegana ekki þurft mikið til að hreyfa við heimsmarkaðsverðinu hingað til, t.d. hefur vond veðurspá á ákveðnum stöðum dugað til að við þurfum að borga meira fyrir dropann..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli