29 september 2005

Stórt skref...
... í viðskiptasögu minni.
Það líður ekki sá dagur að það sé ekki hringt í mann og boðið manni að ganga í nýjan banka eða breyta um símafyrirtæki. Ég hef unnið við símasölu og veit hvernig það er að láta hreyta í sig einhverri vitleysu, þannig að ég reyni alltaf að vera almennilegur við þann sem hringir.
Það nýjasta var að bjóða mér debetkort frá KB-banka. Í staðinn fyrir að taka það þá fæ ég afslátt af nemendafélagsgjöldum og ódýrara á árshátíðina og ég veit ekki hvað og hvað. Alltaf að græða ég. Hins vegar þá var þetta stóra skref, sem ég minntist á, það að ég er hérmeð í viðskiptum við 4 af 5 fimm stærstu bönkum landsins. Íslandsbanka, KB-banka, SPRON og Landsbankann.
Get reyndar ekki sagt að ég sé í miklum viðskiptum við þessa þrjá síðastnefndu en á þó reikninga og debetkort frá þeim. Það getur komið sér vel að vera með alla flóruna, því það er misjafnt eftir því hvað maður er að borga með hvaða debetkorti maður borgar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli