24 október 2005

Allt lokað...
... allstaðar, klukkan 14:08 vegna kvennafrídagsins.
Það dynja fyrir mann auglýsingar frá fyrirtækjum sem eru að koma því á framfæri að þau verði lokuð eftir kl 14:08 og það allt. Sérstaklega hafa verið áberandi auglýsingar frá hinum og þessum verslunum. Heimildir mínar úr innsta hring mafíunnar segja að aðalástæðan fyrir þessari lokun sé ekki sú að konurnar séu að leggja niður störf, heldur sú að það verða engar konur eftir til að versla. Því er alveg eins hægt að loka bara;)

Til hamingju með kvennafrídaginn stúlkur......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli