17 október 2005

Þegar stórt er spurt...
... hvað verður þá um svörin?
Ég sendi inn spurningu á vísindavefinn og mig hlakkar til að fá svar ef það kemur. Ég hef nefnilega sent inn spurningar áður en það hefur ekki komið svar við þeim. Kannski þær hafi verið of háfleygar.
Spurningin sem ég sendi inn var svo hljóðandi:
*Er krabbamein vöntunarsjúkdómur?
*Eru til þjóðflokkar sem fá ekki krabbamein?
*Getur krabbamein stafað af skorti á ákveðnum efnum í matvælum?

Það þarf enginn heimspekingur að benda mér á að þetta eru þrjár spurningar því ég veit það. Hins vegar eru þetta svo tengdar spurningar að þetta flokkast eiginlega sem ein stór spurning með undirspurningum.
Málið er að ég hef verið að lesa mér aðeins til um hitt og þetta eða m.ö.o. hvað er að gerast á bakvið tjöldin í heiminum eða með enn öðrum orðum samsæriskenningar. Svona eins og 9/11 sem ég hef áður fjallað um, stríðið í Írak, Ísrael/Palestína, var bílstjóri Díönu drukkinn?, stjórna Bilderberg samtökin heiminum og svona gæti ég lengi talið áfram. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ég hef rekist á, þ.e. krabbameinið. Það eru til allavega samsæriskenningar um krabbameinið, að þetta sé vöntunarsjúkdómur þ.e. að okkur vanti ákveðin efni úr matnum sem við borðum til að geta komið í veg fyrir krabbameinið. Þetta og margt fleira á eftir að koma í ljós vonandi þegar og ef félagarnir á vísindavefnum svara mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli