13 október 2005

Ég mundi allt í einu...
... eftir því þegar Magnús vinur minn Halldórsson, stundum kallaður Mókurinn, græddi 12 milljónir.
Þannig er mál með vexti að Maggi var nemandi í HÍ og sem nemandi átti hann sitt eigið heimasvæði þar sem hann setti inn heimasíðu og bloggaði ásamt ýmsu öðru. Þetta var helvíti skemmtileg síða og einhver skemmtilegasti liðurinn í henni var liður sem hét "ómenni vikunnar".
Eitt skiptið var ómennið enginn annar en Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þar fór Maggi misfögrum orðum um hæstvirtan HH og gerði grein fyrir því af hverju hann hafði orðið fyrir valinu þessa vikuna. Svo líða nokkrir dagar og þá fær okkar maður tölvupóst (hvað annað?) frá hæstvirtum Hannesi þar sem hann krefst nánari útskýringa á þessu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég verð að viðurkenna það að ég man ekki nákvæmlega hvað Maggi skrifaði um Hannes en það hafa væntanlega verið einhver níð um saklausan manninn (ef ég man rétt).

Mig langaði bara svona að skjóta þessu að þar sem Hannes hefur verið svolítið í umræðunni upp á síðkastið, þar sem hann var einmitt dæmdur til að borga 12 mills fyrir segja eitthvað sem hann er enn þá að segja að sé satt;)
Þannig að það má "strangt til tekið" segja að Maggi hafi þarna sparað sér 12 mills, því ef Hannes hefði tekið upp á því að fara til London og kæra Magga fyrir meiðyrði þá er aldrei að vita hvernig þetta hefði endað. Það gerðist sem betur fer ekki og endaði þetta allt saman á því að Maggi tók út bloggið sitt og hann og Hannes urðu pennavinir í gegnum email og urðu hamingjusamir (til æviloka passar ekki hérna þar sem þeir eru báðir í fullu fjöri).

Þessi saga er "byggð" á sannsögulegum heimildum

Roger

Engin ummæli:

Skrifa ummæli