07 október 2005

Ég sá...
... róna niðri í bæ áðan. Þeir voru að drekka hinn frábæra drykk Borzoi vodka sem ég drakk alltaf á mínum fyrstu fylleríum (að sjálfsögðu fyrir utan rússavodkann sem maður komst stundum í).
Ástæðan fyrir því að ég drakk þennan vodka en ekki einhvern annan var mjög einfaldlega sú að þetta var ódýrasti vodkinn sem var í boði ekkert flóknara en það. Mig grunar að það séu sömu ástæður að baki hjá rónunum.

Samkvæmt orðabókinni minni þá er róni, drykkjusjúkur útigangsmaður. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki hugmynd um hvort þessir menn séu útigangsmenn eða ekki. En þeir voru allavega rónalegir og þar að auki með Borzoi vodka..

kveðja

Engin ummæli:

Skrifa ummæli