07 október 2005Mig langaði bara að deila þessari mynd með ykkur. Þetta er af Google Earth sem er geysilega góð leið til að skoða heiminn. þetta er Antigua þar sem ég bjó í Gvatemala. Neðst til hægri er Jocotenango þar sem slökkvistöðin mín er. Ef þið rýnið í myndina þá er lítil hæð fyrir neðan Antigua depilinn og vinstra meginn við Jocotenango depilinn. Í þessari brekku bjó ég, í þorpi sem heitir San Felipe. Uppi vinstra megin er svo Volcan de Agua, fjallið sem ég kleif svo eftirminnilega. Það er 3500 m yfir sjávarmáli og ég gisti ofan í gígnum. Uppi hægra megin eru svo tvö önnur eldfjöll, Fuego og Acatenango. Fuego er virkt eldfjall og sá ég nokkrum sinnum í ljósaskiptunum þegar það spýttist úr því. Það liðaðist oftar en ekki úr því reykur.

þið verðið að klikka á myndina til að sjá hana stóra

Þá vitið þið það...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli