07 október 2005

Október...
...festival 2005
Hér kem ég. Í dag föstudag er viðburðarríkur dagur í háskólanum því þá er svokallað októberfest. Það gengur út á að drekka bjór. Mér finnst bjór ágætur og því held ég að mér þyki oktober fest ágætt. Fer meir að segja í vísindaferð sem svona "fyrirpartý" þannig að það stefnir í ágætt.

Annars er bara þokkalegt að frétta úr skólanum. Þetta er dulítil vinna en það hefst með réttu átaki.
Strákurinn er byrjaður í ræktinni á fullu. Með einkaþjálfara og allar græjur. Ef ég verð ekki orðinn hel massaður um jólin þá verð ég gríðarlega svekktur.

ps. mig vantar einhvern buddy á valsleikinn á sunnudaginn. Einhver með?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli