10 október 2005

Smá tilraun...
... í gangi

Ég er aðeins að prufa mig áfram hérna. Er að prufa mig áfram í heimasíðugerð og ákvað að setja inn smá slideshow til að ath hvernig þetta virkar.
Þar sem Gvatemala er búið að vera svona mikið í fréttum síðustu daga ákvað ég að setja inn nokkrar myndir þaðan. Þessar myndir eru frá Lake Atitlan, eins og það er kallað í fréttunum, þar sem tvö þorp hurfu af kortinu í aurskriðum sem voru afleiðingar fellibylsin Stan. Þarna dvaldist ég yfir eina helgi og naut lífsins. Eins og sést á myndunum er þetta gríðarlega fallegur staður og víst ábyggilega ekki árennilegt þegar drullan byrjar að renna niður úr fjöllunum.

Það myndi ekkert skemma fyrir ef þið mynduð tjá ykkur um þessa nýjung hjá mér:)

myndirnar eru hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli