08 nóvember 2005

"Benedikt Magnússon setti um helgina heimsmet í réttstöðulyftu hjá WPO sambandinu. Bendikt lyfti 440 kg og er þetta jafnframt mesta þyngd frá upphafi sem tekin hefur verið í réttstöðu."

Sá einhverstaðar áðan að hann fær heimsmetið ekki skráð því þetta mót var á vegum WPO sem er ekki "alvöru" kraftlyftingasambandið en það heitir IPF. WPO er klofningssamband úr IPF og þar eru ekki tekin lyfjapróf. Þetta er sem sagt keppni fyrir þá sem nenna ekki að hætta tímanlega á sterunum til að sleppa í gegnum lyfjaprófið. Miklu betra að vera bara non-stop á sterum, það gefur meiri árangur.
Það má geta þess að þursinn hann Benedikt er fæddur 1983.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli