03 nóvember 2005

Blogga, blogga, blogga...
...eins og segir í laginu.
Það er helst í fréttum að strákurinn vaknaði við háan skell síðastliðna nótt og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, sem var þó stillt og gott. Strákurinn lagði við hlustir og heyrði að einhver var úti fyrir eitthvað að bauka. Fór og kíkti og sá litla feita stráka vera brjótast inn í vinnuskúra sem eru staddir fyrir utan, vegna framkvæmda. Fyrst þá þurfti ég að gera upp hug minn um hvort ég ætti að ná í riffilinn hans afa, hlaupa út í batman búning eða að hringja í neyðarlínuna. Tók símann, rifjaði upp númerið hjá neyðarlínunni og sló inn 112. Greinilega ekki mikið að gera þar kl 5 á næturnar því það var svarað samstundis. Ég romsaði út úr mér "góða kvöldið, það eru einhverjir unglingar að brjótast inn í vinnuskúra bakvið Æsufellið". Þá var svarað "ég ætla að gefa þér samband við lögregluna".
Átti ég að vita að það væri lögreglan sem sæi um svona mál? Til hvers er þá neyðarlínan? Hún sendir hvort sem er alltaf lögguna á staðinn, afhverju getur maður ekki bara hringt beint í lögguna þá? Ok, gott fyrir sjómenn kannski. Þeir þurfa kannski að fá þyrlu, þá er löggan ekki send á staðinn.
Anyway, þá stökk ég yfir í hinn endan á íbúðinni og fylgdist með löggunni bruna upp í Breiðholt (sem tók svona 1 minútu í mesta lagi), hljóp aftur til baka og út í glugga og horfði á litlu feitu strákana hlaupa í burtu þegar þeir urðu varir við agalegu lætin sem komu þegar löggan stóð bílinn í botni. Þeir voru komnir í burtu þegar löggan mætti með vasaljósið sitt og fór að lýsa á skúrana, sem voru btw opnir með ljósinn kveikt!!!
Skömmu síðar kemur annar löggubíll og í þann mund hringir löggan í mig og spyr hvort ég hafi séð hver þeir hlupu. Ég sá það að sjálfsögðu (þeir hlupu nánast ekki neitt því þeir voru svo feitir. Þeir meira svona löbbuðu hratt í burtu).
Eftir þetta action þá gat ég ekki sofnað og lá lengi andvaka. Fékk síðan þær fréttir með morgunkaffinu að lögreglan hafi haft upp hárinu á glæpamönnunum, sem voru víst fimmtán ára offitusjúklingar.

Nú spyr ég;

Hvað eru fimmtán ára fitubollur að gera úti kl 5 á aðfaranótt fimmtudags?


Hver kveikti í ruslagámunum hans Birkis Vagns?

Ef einhver veit það er sá hinn sami beðinn um að upplýsa mig um það. Sá sem framdi þennan verknað hefur ekki gert sér grein fyrir allri vinnunni sem Birkir Vagn hafði lagt í að mála þessa gáma. Nú er hún fuðruð upp.....

Lög og regla

Engin ummæli:

Skrifa ummæli