28 nóvember 2005

Hvar skal byrja?

-Kannski ég byrji bara á hæstvirtum Hannesi Hólmstein, sem Maggi Halldórs útnefndi ómenni vikunnar hérna um árið og fékk póst í kjölfarið frá HH eins og ég bloggaði um um daginn.
HH hélt blaðamannafund um daginn þegar hann lýsti því yfir að hann hefði verið tekinn í rassgatið (!) af breskum dómstólum og krafðist þess að dómur í máli Jóns bæjó yrði dæmdur ómerkur á Íslandi. Ef ekki þá missir HH húsið sitt, reyndar ekki langt því það var enginn annar en Kjartan nokkur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri sjallanna (og fóstur faðir Ævars í Olís) sem keypti það. Það sem bar hæst til tíðinda á blaðamannafundinum var þegar HH lýsti því að honum líkaði ekki að láta koma aftan að sér (!) eins og gert var í þessu máli.

-Menn voru almennt sammála í síðustu færslu að það hefðu verið svekkjandi örlög sem einn keppandinn hlaut. Árituð videospóla varð fyrir valinu sem skaðabætur.

-Mogginn upplýsti okkur landsmenn um hvað væri efst á óskalista búðahnuplara þ.e. hverju þeir stela helst. Fyrir það fyrsta þá voru vinsælustu staðirnir til að stela á stórmarkaðir eins og maður hefði getað giskað á , byggingavöruverslanir (common sense) og síðast en ekki síst gróðurstöðvar!!! Hverju stelur maður í gróðurstöð öðru en lömpum til að rækta kannabis? Ég held það fari enginn inn í gróðurstöð bara svona um miðjan dag og "hnupli" gróðurlampa! En hvað veit ég?
Efst á listanum voru rakvélablöð sem er svo eðlilegur hlutur, jafn eðlilegur og verðið á rakvélablöðum er óeðlilegt. Ég lagðist í miklar rannsóknir um daginn til að reyna að komast að því hvað ylli því að ég sker mig svona að meðaltali 4 sinnum í hvert skipti sem ég raka mig (sem er reyndar ekki mjög oft orsök eða afleiðing?). Ég komst að því að undirmeðvitundin mín lét mig nota sama rakvélablaðið allt of oft því það er svo dýrt að endurnýja. Síðan þá hef ég reynt að uppfæra oftar og það hefur skilað góðum árangri (ég henti blaðinu sem ég sníkti af Danna í Þýskalandi í apríl síðastliðnum og er búinn að nota tvö blöð síðan og ekki skera mig neitt).
Reyndar kom fram í fréttinni að rakvélablöðin væru auðveld í endursölu. Veit einhver hvar er hægt að kaupa Gillet Mach 3 á svörtum markaði? Látið mig vita.
Svo kom einnig fram að dýrir tannburstar væru einnig vinsælir. Tannbursti eins og ég nota kostar innan við 200 kr í Bónus og þó kaupi ég mér nýjan á hverju ári.

-Að lokum kemur listi yfir verðlaunahafa á Gullkindinni svokölluðu sem eru skammarverðlaun í fjölmiðlabransanum. Menn fá þau fyrir eitthvað lélegt. Ég kaus að sjálfsögðu og held að þetta sé bara mjög nálægt því sem ég kaus.

Versta tímaritið:Hér og nú
Versti sjónvarpsþátturinn:Jing Jang
Versta auglýsingaherferðin:Sirrý (auglýsingar fyrir þáttinn)
Versta lag ársins:Þú ert falleg - Binni strípa
Versti útvarpsþátturinn:Zúúber
Versti raunveruleikasjónvarpsþátturinn:Íslenski bachelorinn
Versta platan:Símahrekkir Simma og Jóa
Uppákoma ársins:Kristján Jóhannsson talar um "rauðu brjóstin" á Eyrúnu í Kastljósi.
Versta kvikmyndin:Í takt við tímann
Versti sjónvarpsmaðurinn:Jón Ingi Hákonarson (Íslenski bachelorinn)
Heiðursverðlaun Gullkindarinnar:Eiríkur Jónsson, blaðamaður.

Ég verð að taka það fram að ég er sérstaklega sáttur við verðlaunin fyrir uppákomu ársins með Kristjáni Jóh. og auglýsingarnar hjá Sirrý, djöfulsins hörmung. Ótrúlegt en satt þá voru þær leiðinlegri en þátturinn hennar.....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli