20 nóvember 2005

Kannt þú...
...að binda bindishnút?

Þessa spurningu fékk ég á msn síðla kvölds síðastliðinn föstudag. Klukkan var langt gengin í miðnætti, ég var rólegur heima þar sem skólinn beið mín daginn eftir.
Séra Björn var líka heima hjá sér, ekki jafn rólegur kannski, því hann hafði aldrei lært að gera bindishnút og pabbi staddur fyrir norðan. Þá voru góð ráð dýr.
Mér leið eins og símadömu hjá neyðarlínunni. Ég byrjaði á því að segja Birninum að vera rólegur og að þetta myndi allt saman fara vel.
Síðan setti ég saman mjög nákvæma lýsingu á því hvernig maður bindur bindishnút, svokallaðan Windsor, jafnvel tvöfaldan er bara ekki viss. Lýsingin var eftirfarandi:

Andri.tk
"ef ég á að reyna að lýsa þessu (miðast við að þú horfir niður) þá hefurðu breiða endann hægra megin og leggur bindið yfir hálsinn. síðan tekurðu breiða endann til vinstri yfir og undir mjóa endann, heilan hring og aftur hálfan hring, síðan inn á milli, fyrir neðan hökuna, ofan við hnútinn og undir efsta lagið af bindinu"

Séra Björn
"hmm... ég prófa"

Andri.tk
"þettur getur ekki verið flókið miðað við svona leiðbeiningar.. ég sé þetta svo vel fyrir mér"

Séra Björn
"ertu ekki að grínast... eins og ég fengi að *ritskoðað* út á þetta, tókst bara í fyrsta skiptið

Og þannig endaði sjóferð sú. Björninn fór með sinn glæsilega bindishnút út á lífið, ég fór sáttur að sofa eftir enn eitt góðverkið og allir glaðir bara.


Að lokum þá var ég að goggla aðeins og skoða myndir af húsavík. Fann nokkrar góðar myndir og allt í góðu með það. Haldiði að kallinn hafi síðan ekki fundið eigin símablogg síðu, góðar myndir sem rifjuðu upp góðar minningar. Síðan er hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli