24 nóvember 2005

Og herra Ísland er...
... einhver dúddi.
Það vill þannig til að ég er með kveikt sjónvarpinu sem er að sýna Herra Ísland í beinni útsendingu. Ég ætla ekkert að fara að setja út á þessa keppni, mér finnst reyndar Ungfrú Ísland skemmtilegri en það er annað mál. Það hins vegar sem ég vildi segja um þessa keppni er einfaldlega það að ég heyrði svona út frá mér þegar þeir voru að tilkynna um leiðinleg mistök. Það vildi þannig til að einn keppandinn var aldrei birtur á skjánum þegar símakosningin fór fram, sem þýðir að hann hefur væntanlega ekki fengið neitt atkvæði!!! Hann var kallaður upp til kynnanna og beðinn afsökunnar á þessum leiðinlegu mistökum. Mistök geta jú orðið í beinni útsendingu svo er þetta líka bara leikur eins og annar kynnirinn orðaði það.
Ég var að pæla, djöfull hlýtur þetta að vera óendanlega pirrandi fyrir gaurinn! Ég meina hann er búinn að æfa eins og mó fó síðan í sumar, lyfta, borða spínat og gras eftir einhverjum matseðli, örugglega búinn að eyða ófáum hundruðum af klukkustundum í þetta. Búinn að láta sérsauma kjól (já eða jakkaföt) og síðan kemur stóra stundin og hvað? Því miður, en þetta er jú bara leikur....
Kæmi mér ekki á óvart þó hann myndi snappa og skalla einhvern á sviðinu.

Btw þá vann Ólafur Geir í þessum töluðu orðum. Við á ritstjórn óskum honum til hamingju með þetta og vonandi á hann eftir að hösla eitthvað út á þetta.............


vextir, vísitala, afskriftir og skuldabréf.. pain in the ass

Engin ummæli:

Skrifa ummæli