06 nóvember 2005

Skommberað...
...yfir heimsmálin.

Hvað er svona helst að frétta í heiminum þessa dagana? Lítum yfir það helsta:

* Óeirðir í miðborg Parísar.
Þetta snýst að mér skilst um það að frönsk yfirvöld eru ekki nógu dugleg við að aðlaga þjóðina að siðum og venjum innflytjenda. Það er t.d. alveg ómögulegt að múslimskir innflytjendur þurfi að breyta sínum siðum og venjum og finnst þeim miklu eðlilegra að frakkarnir taki bara tillit til þeirra venja. Til dæmis þá vilja þeir að stúlkurnar fái að mæta í skólann með kufl á höfðinu, að frakkar hætti að borða svínakjöt og ég veit ekki hvað og hvað. Mín afstaða er sú að innflytjendur eru velkomnir í nýja menningu svo framarlega sem þeir eru komnir til að aðlaga sig að henni, ekki til að aðlaga menninguna að sér. Það væri til að mynda ómögulegt fyrir mig sem Íslending að fara til Sádí Arabíu og detta bara rækilega í það og grilla mér bacon á hverjum degi bara af því að það er í lagi á Íslandi.
Lausnin: senda þetta pakk allt saman til baka með fyrsta fari. Er þetta rasismi? Nei.

*Sex erlendir al-Qaedaliðar létu lífið í Pakistan þegar sprengja, sem þeir voru að búa til, sprakk í höndunum á þeim.
Er það ekki bara fínt mál? Þeir hafa eflaust hvort sem er ætlað að sprengja sjálfa sig.

*Deilan milli Eþíópíu og Erítreu stigmagnast
Ég giska á að eftir svona 6 mánuði verður komin af stað söfnun hjá hjálparstarfi kirkjunnar gegn hungursneyð í Eþíópíu og Erítreu, því þar verður enn og aftur skollið á stríð. Ég ætla ekki að gefa eina krónu í þá söfnun. Ekki vegna þess að ég er svo grimmur, þetta fólk á alla mína samúð. Heldur vegna þess að þessir peningar enda allir í einhverjum vopnakaupum til að viðhalda stríðsrekstrinum. Þegar maður sér myndir frá þessum löndum gæti maður haldið að það væri ekki til svo mikið sem einn hundraðkall í landinu en það er sko heldur betur ekki. Stríðin á milli þessara landa eru sko ekki háð með prikum og steinum ef einhver heldur það. Þau eru háð með allra nýjustu og flottustu vopnum sem til eru. Glænýjar orrustuþotur svo dæmi sé tekið. Þetta er bara mjög sorglegt en því miður ekkert einsdæmi í heiminum.

*Fuglaflensan!!!
Eru ekki allir komnir með leið á þessari fuglaflensu? Hélt það. Engu að síður er þetta bara rétt að byrja. Þegar flensan verður búin að stökkbreytast og fer að smitast á milli manna, þá fyrst fer umræðan af stað. Til dæmis er talað um að ÞEGAR hún kemur til Íslands þá verði allar almennar samkomur lagðar af. Það verða engir skólar, ekkert bíó eða leikhús, ekkert djamm svo dæmi sé tekið. Djöfull verður þá mikilvægt að vera með internetið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli