15 nóvember 2005

Strákar...
... finnst ykkur ekki óþolandi þegar þið eruð að pissa í klósett þar sem setan helst ekki uppi? Mér finnst ég alltaf vera að lenda í þessu. Svo fer ég alltaf að þrjóskast við að reyna að láta setuna haldast uppi. Stundum gengur það, stundum gengur það ekki. Lenti eitt sinn í því að vera búinn að festa setuna með mikilli handlagni og byrjaði að pissa. Í miðjum klíðnum fer setan að falla og þá voru góð ráð dýr. Ég með aðra höndina upptekna og á fullu að pissa. Eina sem ég gat gert var að stíga bremsuna í botn, gerði það og þetta reddaðist án mikils skaða.
Ég mæli eindregið með því að allir klósett eigendur taki þetta til skoðunar hjá sér. Það eru sérstaklega hættulega klósett þegar það er búið að klæða setuna í eitthvað ullardrasl.......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli