13 desember 2005

Best að halda áfram...
...að vitna í fyrirsagnir og fréttir á mbl.is.

Ef tækniframfarir eru ekki frábærar og eingöngu til að gera lífið einfaldara þá veit ég ekki hvað. Það er svo sem ekki hægt að segja að vélmenni séu tækninýjung en engu að síður eru vélmenni að þróast mjög hratt og innan nokkurra ára (c.a. 50 í viðbót) verða þau búin að taka við af manninum sem besti vinurinn.
Fyrirsögn í mogganum í morgun hljómaði þannig:

"Ný kynslóð vélmenna ber fram te og skokkar helmingi hraðar en áður"
Hvað er betra en að eiga vélmenni sem ber fram teið og fer út að skokka fyrir mann? Djöfull verð ég að fá mér slíkan grip. Ekkert leiðinlegra en að hlaupa úti. Að sögn hleypur kvikindið eina 6 km/klst.
Annað sem talað um að græjan geti gert er að dreifa pósti og að lokum þá getur vélmennið þekkt fólk!!! Ég veit það ekki, miðað við þessa "hæfileika" þá held ég að ég bíði í nokkur ár í viðbót.
Þá ætla ég líka að fá mér vélkonu og skýra hana "Lóa Fimmboga"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli