01 desember 2005

Dagblaðið Vísir...
...er umdeilt blað svo ekki sé meira sagt.

Ég ætla svo sem ekkert að fara að setja út á þá eða hrósa þeim. Sumt sem þeir birta er bara andskoti fínt á meðan annað er fyrir neðan beltisstað og á kannski ekki heima í fjölmiðli. Hins vegar það sem ég ætlaði að koma aðeins inn á er hugsunarháttur minn þessa dagana. Alltaf þegar ég sé/heyri fréttir af einhverjum skítbuxum þá fer ég alltaf að hugsa um DV. Nýjasta dæmið var í fyrradag þegar ég heyrði að einhver "heilaeinfrumungur" lagði í stæði fyrir fatlaða og sparkaði síðan í öryrkja sem var að mótmæla því að hann hafi lagt í stæði fyrir fatlaða. Þegar ég heyrði þessa frétt fór ég strax að hugsa um DV, vonandi birta þeir mynd af honum á forsíðunni hugsaði ég, hann á það svo sannarlega skilið. Það varð úr og í dag er flenni stór mynd af gaurnum í DV. Kannast ekkert við kauða.

Annars er það merkilegt hvað þessir erlendu verkamenn geta vælt og logið í fjölmiðla. Þó svo að sára fátæk íslensk fyrirtæki séu að maka krókinn með því að ráða til sín erlenda verkamenn, borga þeim extra lág laun og draga síðan helminginn af þeim aftur, þá eru þessir menn (þ.e. þeir sem eiga fyrirtækin) bara að reyna að eiga fyrir salti í grautinn. Svo skýla þeir sér alltaf á bak við það að útlendingarnir séu bara að ljúga einhverri bölvaðri vitleysu. Maður spyr sig.
Ætli það gildi ekki það sama í þessu og hérna um árið þegar Pétur Blöndal sagði að "fólk geti bara fundið sér nýja vinnu ef það er ekki sátt við launin sem það hefur"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli