06 desember 2005

Ekki ólöglegt...
...að stela osti???

Ég var að skoða dómasafnið á heimasíðu Héraðsdóms Norðurlands eystra, þar er nýjasti dómurinn um hann J.O. sem gerðist svo kræfur að stela einkanúmerinu "Ostur" af vörubifreið á Dalvík. Ekki einu sinni heldur tvisvar, þ.e. sitthvorri númeraplötunni með margra mánaða millibili. J.O. hefur nokkrum sinnum hlotið dóm fyrir ýmis brot t.d. umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og brot á almennum hegningarlögum. Einhverra hluta vegna er hann J.O. sýknaður af þessu, þrátt fyrir að viðurkenna brot sín. Þetta dómskerfi er alveg að gera það.
Ég gæti til dæmis farið og stolið "flísin" af bílnum hennar Maddýar eða ljótasta einkanúmeri sem ég hef séð, sem nágranni minn á og er "SheCar" og það tók mig marga mánuði að ná að lesa eitthvað út úr þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli