22 desember 2005

Prófin búin...
...sem gerir mig glaðann.

Er reyndar ekki viss um að ég verði jafn glaður þegar ég fæ út úr prófunum en það er annað mál.
Næst á dagsrkrá eru bara Kanarí eyjar. Flug snemma á morgun til Köben og þaðan til Kanarí þar sem fjölskyldan er saman komin. Svo er von á góðri sendingu þann 29. des þegar Vignir og Höddi Lyng mæta ásamt fleiri góðum Húsavíkingum. Það verður bara stuð um áramótin.

Ég var að fletta í gegnum gamallt DV og sá þar að sér Flóki nokkur gerðist svo kræfur að segja börnum, all niður í 6 ára að aldri, að jólasveinni væri ekki til! Því lík og önnur eins vitleysa. Séra Flóki sagðist bara ekki geta hugsað sér að ljúga að börnunum!!! Hvað er eiginlega í gangi? Maðurinn getur logið litla krakka, sem og aðra, fulla um að Guð sé til en einhverra hluta vegna getur hann ekki sagt þeim að sveinki sé eitthvað annað en þjóðsaga.
Ok ég veit það alveg að jólasveinninn er ekki til en ég er líka alveg jafn viss fyrir því að Guð sé ekki til. Allavega eru til svipað miklar sannanir fyrir hvoru tveggja þannig að ég veit ekki alveg hvað málið er.

FELIZ NAVIDAD

Engin ummæli:

Skrifa ummæli