05 janúar 2006

Þá er nýtt ár gengið í garð...
...og óska ég sjálfum mér og öllum sem lesa þetta til hamingju með það.

Guð (sem er ekki til sbr síðasta blogg) tók fallega á móti okkur þegar við komum heim frá Kanarí í gær. 8 stiga hiti, rigning og fínt bara. Hefði verið verra ef það hefði verið burrandi kuldi. Hins vegar tók að snjóa í nótt og í morgun og er allt hvítt yfir að líta þessa stundina. Þannig er Reykjavík í dag.

Sá einmitt gamalt DV í gær (reyndar ekkert mjög gamalt) og þar var fyrirsögnin eftirfarandi:
"Bachelor-stelpa slapp með skrekkinn á Kanarí"
Ég nýkominn heim frá Kanarí las þessa grein af mikilli forvitni. Þar kom fram að einhver stelpa úr Bachelornum sem enginn veit hver er eða hvað hún heitir, bara að hún neitaði að taka við rós, var á Kanarí með fjölskyldu og vinum um jólin. Svo óheppilega vildi til að systir hennar á vinkonu sem þekkir strák sem var að selja videospólur í kolaportinu, við hliðina á básnum hans var svertingi frá Senegal að selja hálsmen. Hann hafði heyrt af vinkonu sinni sem þekkti eitthvað fólk sem þekkti fólk sem hafði farið til Kanarí um jólin '04 og týnt næstum 100 € á einhverju djamminu.
Nei en svona án spaugs þá er þetta bara fyndin grein. "Ég var nú ekki rænd persónulega" sagði rósa-neitandinn. Systir hennar var rænd ásamt kærastanum sínum, einnig var vinafólk foreldra hennar rænt líka. Það kemur reyndar aldrei fram í þessari grein hvernig þessi rán áttu sér stað. Hvort það hafi verið innbrot eða hvort þetta hafi verið vasaþjófnaður eða hvað.
Þessi klausa í greininni fannst mér hins vegar mögnuðust:
"Íslendingar í fríi á Kanaríeyjum verða æ oftar fyrir barðinu ábíræfnum þjófum. Sögur um þjófnaði virðast frekar veraorðnar regla en undantekning þegar stórir hópar landsmannaskella sér út."

Mér finnst þetta svo asnalegt. Þeir láta þetta líta út eins og Kanarí eyjar séu bara þjófa-paradís þar sem enginn er óhultur með eigur sínar. Ég persónulega hitti fullt af íslendingum þarna og heyrði engan tala um að hafa verið rændur.
Mörg síðustu ár hefur maður heyrt um einhver bíræfin innbrot á höfuðborgarsvæðinu í kringum jólin. Þjófarnir hafa þá nýtt sér það þegar fólk fer í jólaboð. Fólk sem hefur kannski farið til ömmu og afa eða eitthvað álíka eftir að athöfninni lýkur á aðfangadag. Þegar það hefur komið aftur heim hafa jólagjafirnar og allt verðmætt í húsinu verið horfin.

Æsifréttir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli