11 janúar 2006

Kæru lesendur...
...núna er bara eitt umræðuefni í gangi í þjóðfélaginu.

Það vita að sjálfsögðu allir um hvað ég er að tala. Svokallaða DV-málið. Hefur einhver heyrt hvað er að frétta af Sharon stríðsglæpamanni? Nei hélt ekki. Hann hefur gleymst.

Málið er þannig í örfáum orðum að DV birti á þriðjudag mynd og umfjöllun um einhentan(!) kennara, vestur á fjörðum, sem var sakaður um að nauðga ungum drengjum. Maðurinn framdi sjálfsmorð að morgni þriðjudagsins, að öllum líkindum án þess að hafa séð blaðið. Blaðamenn höfðu haft samband við hann og hann vissi því að ekki yrði komist hjá fjölmiðlaumræðu um þetta mál. Í dag miðvikudag hefur ekkert annað komist að í umræðunni. Þingflokksformaður framsóknarflokksins hefur gengið einna lengst og kallað ritstjóra DV morðingja. Það er einnig áberandi í umræðunni hversu stór hluti þjóðarinnar virðist standa gegn DV.
Stjórnendur DV segjast standa við þessa grein. Þeir sögðu einungis sannleikann að eigin sögn. Þeir höfðu rætt við 6 unga menn, þann elsta rúmlega 30 ára, sem sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af þessum einstaklingi sem nú er látinn.
Rannsókn á málinu verður væntanlega hætt þar sem sá ákærði tók eigið líf. Væntanlega verður aldrei skorið úr þessu máli fyrir dómstólum. Úrskurður sem hefði annað hvort hreinsað nafn ákærða (að svo miklu leiti sem hægt hefði verið eftir þessa umfjöllun) eða sett barnaníðing á bak við lás og slá (
Klukkan 23 í kvöld, miðvikudag, höfðu 18.761 einstaklingur skráð sig á undirskriftalista þar sem skorað er á blaðamenn og ritstjóra DV að endurskoða ritsjórnarstefnu sína.

Nú spyr ég þig lesandi góður, hefur þú skrifað nafnið þitt á þennan lista? Ef já, af hverju?
Hvað er málið?
Er það að DV er morðingja blað?
Er það að maðurinn var sekur og sá ekki fram á að geta lifað með þessu?
Er það að maðurinn var saklaus og sá að mannorð hans væri ónýtt?
Er það að DV hefur engan rétt á því að birta svona frétt í ljósi þess að við lifum í lýðræðisríki þar sem menn eru saklausir uns sekt er sönnuð?
Er þjóðfélagið að missa sig yfir þessu máli?
Eru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð í þjóðfélagi þar sem samúðar og samkenndar gætir?
Er það eitthvað atriði í þessu máli hvort maðurinn var sekur eða saklaus?
Er það til að réttlæta eitthvað ef það sannast að maðurinn hafði níðst á fjölda ungra drengja?
Er þetta ekki komið nóg í bili?

Þangað til næst..... hvað finnst þér?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli