09 janúar 2006

Varúð...
...skyr.is er hættulegt.

Ég fór alveg eldhress í spinning seint í nótt. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt, finnst skemmtilegra að hreyfast eitthvað þegar ég hjóla en hvað um það. Eftir spunann þá var komið að morgunverði (þar sem það var kominn dagur) og ég var með eitt stykki skyr.is (með bláberjabragði ef þið vilduð vita það!) og í þann mund sem ég er að opna helv. dósina þá sker ég mig á dollunni. Svo djúpur skurður (þeir voru reyndar tveir þ.e. á "fuck you" puttanum og "þangað" puttanum) að það sást næstum niður til Kína.
Af þessu er eingöngu hægt að læra. Til dæmis gæti ég komið með kók í plasti og Tvix á næstu æfingu. Hef aldrei skorið mig á því. Gæti líka verið í hönskum næst þegar ég opna skyrið mitt. Ég þarf að melta þetta (þó ekki skyrið, er búinn að því) fyrir næstu æfingu.

Stríðsglæpamaðurinn, morðinginn, mútuþeginn og illmennið Aríel Sharon (sem heitir í höfuðið á þekktu þvottaefni) er farinn að anda á eigin spýtur. Það er mér hulin ráðgáta hvernig heilalaus maður getur fengið heilablóðfall, hvað þá oft!!!

Skítaveður í Reykjavík síðustu daga. Hlandfötu rigning og skítasnjór til skiptis. Það virðist engu skipta fyrir snjókomuna þó það sé 4-5 stiga hiti.

Var að horfa á stórkostlega mynd fyrir skemmstu. Falling Down heitir hún og fær einar 7,3 stjörnur á IMDB sem er bara fínt. Hún fjallar um mann sem "snappar". Veit ekki alveg hvað íslenska orð á best við það að snappa? Ætli það sé ekki að tryllast eða verða óður. Ég nenni svo sem ekkert að fara nánar út í söguþráðinn í þessari mynd.
Mig hefur stundum langað til að snappa. Maður hefur kannski stundum tekið reiðiköst og allt það en það er ekki að snappa. Meira svona þegar einhver er að keyra aftan við mig þegar ég er að koma að rauðu ljósi, ég byrja að hægja á mér, þá gefur sá hinn sami í, fer fram úr mér og aftur yfir á mína akrein. Bara til þess að vera á undan mér á ljósunum. Þetta gæti gefið alveg einhverjar sekúndur og jafnvel mínútur í tímasparnað ef maður lítur á árið í heild sinni.
Ég hins vegar þoli þetta ekki, þ.e. þegar fólk er að spara sér sekúndur í umferðinni. Þess vegna langar mig stundum að snappa. Þá myndi ég til dæmis hætt að hægja á mér og keyra fast aftan á bílinn sem fór fram fyrir mig. Bakka síðan aðeins og keyra aftur aftan á hann til að hann vissi pottþétt að þetta hefði verið viljandi.
Eða þegar einhver er að flauta á mann þegar það er löngu komið gult (ca. 1/2 sek og ekki komið grænt). Þá væri snilld að stökkva út úr bílnum með risastóran hníf og stinga honum í gegnum húddið á "flautaranum" og rölta síðan aftur yfir í sinn eigin bíl og keyra burt.
Það er algjört grundvallar atriði þegar maður snappar svona að vera yfirvegaður. Bara að rölta í rólegheitunum og stinga hnífnum á sinn stað og rölta síðan í rólegheitunum aftur til baka. Ekki að vera trylltur eins og einhver kelling á útsölu..


þetta var langloka dagsins........

Engin ummæli:

Skrifa ummæli