10 febrúar 2006

Enn og aftur...
...ætla ég að nöldra yfir mannanafnanefnd

Ótrúlegt en satt þá eru fundir hjá mannanafnanefnd (langt orð maður) mjög reglulega. Stundum einu sinni í mánuði, stundum tvisvar og stundum jafnvel þrisvar. Samt er bara fjallað um þetta í fjölmiðlum c.a. 2-3 á ári og þá líka öllum fjölmiðlum í einu. Þetta er mjög algengt á Íslandi. Stundum kemur einhver frétt og allir fjölmiðlar hamast á henni þó svo að þessi frétt sé ekkert ný af nálinni. Bara hinir voru að fjalla um þetta og þá gerum við það líka. Spurning hvort það sé svona mikil minnimáttarkennd í gangi í Íslenskum fjölmiðlum? Það sama á við þegar kemur að því að fylgja fréttum eftir. X gerðist fyrir Y löngu síðan. Núna ákveður fréttastofan Z að athuga hvernig fórnarlambinu braggast. Daginn eftir eða í skásta falli nokkrum dögum kemur síðan fréttastofa A með mjög svipaða umfjöllun. Kannast enginn við þetta?

En yfir í það sem ég ætlaði að nöldra um. Samkvæmt fjölmiðlum í dag má maður heita nöfnum eins og Tóki, Naranja og Daley.
Mér er þetta alveg óskiljanlegt. Hvað er eiginlega í gangi? Ég skil ekki af hverju þessi bölvaða nefnd er ekki bara lögð niður. Þetta snýst ekkert lengur um hvort nöfnin séu falleg og Íslensk heldur hvort það sé á einhvern hátt hægt að fallbeygja þau á skikkanlegan hátt. Ef það er hægt þá eru nöfnin bara samþykkt.
Hvað er líka í gangi hjá foreldrum í dag? Eldri foreldrar í dag eru yfirleitt bara á svipuðum nótum þ.e. að skíra börnin sín nöfnum sem maður hrekkur ekki við að heyra. Yngra fólkið sem er að eignast börn keppist við að skýra börnin sín "spes" nöfnum. Hvað er málið með að vera "spes"? Einhvern tíman var talað um að menn gætu bara lent í einelti ef þeir væru með nógu asnalegt nafn. Mér sýnist á öllu að á komandi árum verði alltaf hægt að benda á næsta mann sem heitir jafn asnalegu ef ekki asnalegra nafni. Mér finnst þetta óþolandi.
Að lokum ætla ég að láta nokkur nöfn flakka sem fengu samþykki á síðasta ári. Sum eru eiginnöfn en önnur eru bara millinöfn. Menn hljóta nú að sjá það að sumt fólk getur bara ekki verið í lagi.

Veróna
Dreki
Bergrán
Súla
Beníta
Aletta
Kendra
Daggrós
Vald
Joshua
Espólín
Nataníel
Ali
Klementína
Þoka
Spartakus
Ljósálfur
Mír
Hilaríus
Vísa
Betanía
Gnurr
Snæringur
Andrá
Gloría
Estefan
Esmeralda
Ísmey
Loðmfjörð
Amal

Hvað er til dæmis málið með að heita Amal? Væri ekki skárra að heita Anal?
Eða Vísa? Hvað með Euro?
Súla frænka mín. Hún er strippari.
Þoka frænka. Hún er með gláku.
Klementína og Naranja eru systur (Naranja er appelsína á spænsku)
Amma Veróna og afi Spartakus.

Ég er orðinn svo pirraður að það er best að hætta núna........

Engin ummæli:

Skrifa ummæli