01 febrúar 2006


Þá er hafið stríð...
...milli múslima og einhverra.

Ekki það að þetta séu einhverjar nýjar fréttir, síður en svo. Þetta er bara nýr "leggur" á stríðinu ef svo má að orði komast.
Svona til að stikla á stóru þá birtust skopmyndir af Guði, Múhameð, Búdda, Davíð Oddsyni og öllum þessum helstu spámönnum trúarofstækismanna í dönsku dagblaði í september síðastliðnum. Og viti menn múslímarnir urðu brjálaðir. Samkvæmt þeirra lögum er stranglega bannað að birta teikningar af spámönnum og þá sérstaklega honum Múhameð. Til að byrja með voru þeir bara sárir og nöldruðu eitthvað. Vildu t.d. að forsætisráðherra Dana myndi biðjast afsökunar og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan hefur málið undið upp á sig og nú er svo komið að múslímarnir hafa tekið sig saman og hætt að neyta danskar (og norrænna) vara, brennt danska fánan ásamt myndum og forsætisráðherranum og hótað að sprengja upp skrifstofu Jyllands-Posten í danmörku. Svipaðar myndir hafa einnig birst í norsku dagblaði og því eru múslímarnir sérstaklega að beina áróðrinum gegn Danmörku og Noregi en þetta á örugglega eftir að snúast gegn norðurlöndunum eins og þau leggja sig. Það nýjasta er að franskt dagblað birti allar þessar myndir í dag og vildi með því segja að þeir byggju við málfrelsi og gætu því birt þessar myndir ef þeim sýndist svo.
Ég heyrði í einhverjum sjálfskipuðum fulltrúa múslíma á Íslandi vera að tjá sig um þetta mál. Honum var mikið í mun að menn myndu sýna múslímum umburðarlyndi. Hjá þeim væri þetta bannað og því ætti þetta að vera bannað í öðrum löndum líka. Nú er ég samt alls ekki að halda því fram að þessi önnur trúabrögð séu umburðarlynd, síður en svo. Held bara að þau séu hvorki skárri né verri hvað þetta varðar.
Nú hefur mér ekki fundist múslimar vera neitt sérstaklega umburðalyndir gagnvart öðrum trúarbrögðum og siðum í gegnum tíðina.
Þeir eru ekkert sérstaklega duglegir við að aðlaga sig og taka tillit til annarra siða og trúarbragða. Þeir eru til að mynda búnir að rembast eins og rjúpa við staur til að fá að hafa túrban á höfðinu í skólum í Frakklandi og í Bretlandi.
Hérna á Íslandi má ekki vera svínakjöt í matinn í mötuneytum grunnskólanna ef múslími býr í sama póstnúmeri. Svona svo dæmi séu tekin.
Múslímar í Miðausturlöndum eru farnir að sniðganga danskar vörur og hefur strax orðið vart við mikinn samdrátt. Danir eru farnir að hvetja hvorn annan til þess að sniðganga verslanir múslíma í Danmörku.
Er þetta ekki bara frekja og yfirgangur í múslímunum? Mér finnst þetta vera fyrri neðan allar hellur.
Ég ætla í mótmælaskyni ekki að fá mér Kebab fyrr en þessi deila verður leyst...

hana nú


uppfærsla!!!

Ég gleymdi auðvitað að minnast á það í dag þegar ég skrifaði þetta að auðvitað hafa múslímarnir sýnt mjög svo mikið umburðarlyndi með því að brenna danska fánann og brenna myndir af forsætisráðherra dana. Það nýjasta er að þeir eru farnir að hvetja til hryðjuverka gegn Dönum og Norðmönnum. DV birti þessar myndir í gær þannig að Íslendingar skulu fara að vara sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli