12 febrúar 2006

Áfram...
...með geðveikina.

Það muna eflaust einhverjir eftir því þegar ég bloggaði um daginn um að gera eitthvað róttækt í hlutunum. Hreinlega að snappa í staðinn fyrir að vera með eitthvað kurteisishjal. Þetta kom í kjölsogið af því að ég horfði á Falling Down sem er stórkostleg mynd.
Allavega þá er partý á næstu hæð fyrir neðan. Gaman í partýum. Jafn gaman og það er leiðinlegt að vera ekki í þeim. Allt svo þegar maður verður fyrir truflun af partýi sem maður er ekki staddur í. Þannig er þetta reyndar ekki hjá mér núna. Mér er alveg sama eins og er því ég er ekkert að fara að sofa strax. Bara gaman að fólk geti skemmt sér vel.
Hins vegar fór ég að velta því fyrir mér að ef....þetta færi í taugarnar á mér, hvað myndi ég gera?
Ætli ég myndi ekki gera eins og Afi. Fara niður og kvarta. Hann gerði það áðan. Tónlistin lækkaði í u.þ.b. 30 sek, svona rétt á meðan þau töluðu við afa, til að heyra hvað hann væri að segja.
Ég myndi sennilega fara niður og biðja fólkið um að lækka. Svo myndi ég fara aftur niður og biðja þau um að lækka. Síðan myndi ég í þriðja skiptið (í huganum allavega. Er búinn að horfa á fullt af bíómyndum um ævina) fara niður með blað með úrklipptum stöfum úr dagblaði þar sem stæði "lækkið tónlistina annars...". Blaðið myndi ég festa á hurðina með hníf og skreyta síðan allt með blóði úr einhverju kjöti úr frystinum. Að lokum myndi ég hringja dyrabjöllunni og hlaupa í burtu.
Þetta gæti orðið hinn fullkomni glæpur ef maður myndi standa rétt að þessu. Þetta myndi líka pott þétt virka.

Er nóg að fá svona hugmyndir til að vera geðveikur eða er maður ekki geðveikur fyrr en maður fer að framkvæma þessar hugmyndir? Fáið þið stundum svona "róttækar" hugmyndir?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli