19 febrúar 2006

Hér er Silvía Nótt...
...Um Silvíu Nótt, frá Silvíu Nótt til Silvíu Nótt

Eða er það kannski Nætur? Held að bæði sé rétt enda skiptir það engu máli skiluru?

Hún SIGRAÐI júróvísjon með gríðarlegum yfirburðum svo miklum að Blaðið á örugglega eftir að kalla þetta "Rússneska kosningu". Með yfir 70 þúsund atkvæði og lagið sem lenti í öðru sæti (og enginn man hvað heitir) fékk 30 þús atkvæði.
Ég kaus ekki í þessari keppni. Einhvern tíman ákvað ég að kjósa aldrei í svona símakosningum né taka þátt í svona SMS leikjum/kosningum. Bæði vegna þess að yfirleitt er þetta bara eitthvað okur (t.d. að borga 99 kr fyrir að senda sms og segja hver manni fannst bestur eða eitthvað álíka) og í annan stað þá er mér yfirleitt alveg sama hver fer með sigur af hólmi.

Það litla sem ég sá af þessari keppni var miður skemmtilegt. Mér fannst lögin nánast öll ekki bara leiðinleg heldur hund leiðinleg. Lag Þorvaldar Bjarna sem Silvía flutti fannst mér fínt. Það er eitthvað grípandi við það, sem fær mann til að raula það í huganum.

Ég hef hins vegar efasemdir um þetta allt saman. Núna dýrka allir Silvíu Nótt og allt sem hún segir og gerir. Það var ekki þannig fyrst. Síður en svo. Menn voru alls ekki að fatta húmorinn í þessu og urðu bara brjálaðir. Ég er skíthræddur um að það verði raunin þegar til Aþenu er komið. Fólk á bara alls ekki eftir að fatta þetta né þykja þetta fyndið. Því miður.
Ég vona samt innilega að það verði ekki niðurstaðan en ég er hræddur um það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli