06 febrúar 2006

Hvern dreymir ekki um...
...upphitað klósett sem þrífur á manni botninn og þurrkar???

Ég var í sakleysi mínu að vafra á netinu í dag og ætlaði að skombera inn á heimasíðu World Class og skoða eitthvað drasl. Ég mundi ekki alveg hvort síðan var worldclass.is eða wc.is. ´
Ég veðjaði á það síðarnefnda og viti menn. Ég rambaði inn á frábæra síðu sem upplýsir alþjóð um frábæra uppfinningu. Nefnilega upphitað klósett með stjörnuþvotti, barmaþvotti og ég veit ekki hvað og hvað.
Svo ég útskýri þetta nánar þá erum við að tala um klósettsetur sem maður skellir á settið sitt. Þær eru upphitaðar þannig að maður sest ekki á kaldan hring. Þegar maður hefur tekið eina skák eða svo þá teygir maður sig eftir fjarstýringunni, ýtir á stjörnu (ég geri ráð fyrir því að afturendaþvottartakkinn sé merktur með stjörnu), þá kemur út stútur sem þvær á manni analinn með ylvolgri bunu. Að því loknu kemur volgur blástur og sér um að þurrka draslið. Fyrir konuþvott er svo sér stútur því eins og flestir vita er þetta ekki á sama stað þó svo að það sé stutt á milli. Hugsanlega er hægt að "svindla" og nota það sem pungþvott en það er eitthvað sem kemur bara í ljós. Þegar maður stendur upp ýtir maður við setunni og hún sígur hægt niður. Að lokum þrífur græjan sig sjálf þannig að næsti maður kemur að hreinu "borði".
Til að toppa þetta allt saman er græjan fjarstýrð, sem þýðir að þegar maður er að horfa á sjónvarpið og heyrir kallað "búúúúúinnnnn" þá þarf maður ekki einu sinni að standa upp!!!

Spurning hvort það sé ekki líka hægt að nota þetta sem andlitsbað????

Þeir sem vilja kynna sér þessa græju nánar geta farið inn á www.wc.is og skoðað sig um.
Svona verður pottþétt heima hjá mér í framtíðinni......

Engin ummæli:

Skrifa ummæli