06 mars 2006

Bakk-stabber

Ég sá í fjölmiðlum að tveir ungir menn voru stungnir með hnífi um helgina. Ég ætla svo sem ekkert sérstaklega að tjá mig um það. Það getur komið fyrir bestu menn að kippa með sér hníf á djammið og verða reiður og stinga einhvern. Það getur líka komið fyrir bestu menn að "rífa sig" við menn sem kipptu óvart með sér hníf á djammið. Hvað veit maður.
Hins vegar þá var annar maðurinn stunginn í bakið með hnífnum og lögðu fjölmiðlar mikla áherslu á það sbr forsíða DV í dag "Stunginn fimm sinnum í bakið".

Þegar ég heyrði þessar fréttir rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var eitt sinn stunginn alveg all svakalega í bakið. Þannig var að einhvern veginn hafði nefið á mér skekkst á djamminu eitt síðsumarskvöld hérna um árið. Ég kíkti til læknis daginn eftir og hann sagði að nefið væri brotið! Pantaði tíma fyrir mig í aðgerð á Akureyri, sem ég fór í nokkrum dögum síðar. Sökum þess að ég yrði svæfður þá var mér sagt að koma ekki á bíl heldur fá far hjá einhverjum.
Ég hafði nokkra daga til að leysa úr þessu og úr varð að Addi skutlaði mér til Akureyrar og einn kunningi minn ætlaði að vera á Akureyri á þessum tíma og því gat ég fengið far hjá honum.
Til að gera langa sögu stutta þá fór ég í þessa aðgerð og lá eftir aðgerðina í morfín móki þegar klukkan sló 16 sem hafði verið ákveðinn brottfarartími. Ég hringi í þennan einstakling og viti menn hann var kominn langleiðina til Húsavíkur. "Ég nennti ekki að bíða" var svarið þegar ég spurði af hverju hann hafði farið. Ég mátti gjöra svo vel að hringja í Valda Ó og biðja hann að koma frá Húsavík og sækja mig.
Þeir kumpánar Addi og Valdi eiga þakkir skildar fyrir ómakið.
Það má líka geta þess að "einstaklingurinn" var lengi kallaður "Naðran". Meðal annars vegna þessa.

Þannig var mín bakstunga. Kannski bjargaði það mér að ég lá á sjúkrahúsi þegar ég var "stunginn" og því stutt í hjálp. Ég kallaði bara eftir öðrum skammti af morfíni og lét mér líða vel þar til "hjálpin" barst.

Gott að vera í morfín-vímu maður........


edit: Það má geta þess að það hristist allt og skalf hérna í gettóinu þegar ég var að hripa þessar línur. Ég verð að bekenna að jarðskjálfti kom mér ofarlega í huga, sérstaklega þegar ég sá að sjónvarpið var á fullri ferð. Viti menn það losnuðu úr læðingi einar 4.5 rictersgráður af orku rétt við Krísuvík. Spurning hvort álverið standi enn þá?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli