22 mars 2006

bloggidí blogg

Það sem hefur borið hæst í lífinu síðustu daga er eftirfarandi:

*Eftir fullyrðingar mínar um eigið ágæti í "tippi" í bloggi hjá Sér Birni, sem þið getið lesið um í kommentunum hér og síðan hér enduðum við á að keppa. Larsen fékk að fljóta með sem þriðja hjólið:) Það kom ekki að sök og sigraði ég örugglega og Bjössi tapaði jafn örugglega.
Aldrei að vita nema ég vinni bara við að vinna á lengjunni í sumar!!!

*Í dag er vika síðan ég fékk íbúðina afhenta. Það hefur verið ágætis rennsli á fólki sem hefur kíkt í kaffi og með því. Það er reyndar athyglisvert þegar maður rýnir í tölfræðina að einungis tveir kvenmenn hafa kíkt í heimsókn!! Það eru mamma og Huld. Þetta er áhyggjuefni út af fyrir sig.

*Veðrið í Reykjavíkurborg hefur verið með eindæmum ágætt í allan vetur. Ég blæs á alla landsbyggðamenn sem halda því fram að það sé aldrei gott veður fyrir sunnan og bara rigning. Það rigndi alla dagana fyrstu 4 vikurnar (sem er reyndar meira en á ári á Húsavík) síðan þá hefur veðrið bara verið með eindæmum gott. Það komu þarna einhverjar nokkrar vikur þar sem snjóaði svolítið en ég tek það á mig. Ég nebbla trassaði eins og ég gat að setja nagladekkin undir. Daginn sem ég gerði það byrjaði að hlána og hefur ekki komið snjór síðan. Bara svifryk.

*Haukur vinur minn Þórðar fann formúluna. Ég óska honum innilega til hamingju með það.

*Alltaf þegar ég keyri bílinn minn núna, líður mér eins og ég sé að horfa á söngleik. Ég veit að síðasta lagið er í gangi, bara veit ekki hvað það er langt. Það gæti verið í nokkrar min í viðbót og gæti líka klárast NÚNA. Ef það er einhver sérstakur bílaGuð þá er því hér með komið til skila að ég óska eftir að ástkær bílinn minn endist til sumars. Ekki mínútu skemur.

*Verslaði gríðarlega um helgina. Byrjaði á IKEA og Rúmfatalagernum með mömmu. Fundum fullt af nytsömu dóti. Mamma borgaði og á hún þakkir skildar fyrir það (og allir sem hjálpuðu til við að afla þessara peninga:). Tók síðan seinni rúntinn með afa í Bónus og verslaði þar það sem ekki ekki er hægt að kaupa í hinum búðunum. Afi & amma fá þakkir fyrir það.

*Það má ekki gleyma því að "Fermingastrákur ældi á prest í Grafarvogi" eins og kom fram í DV í gær. Stórmerkilegur atburður.

*Svo sá ég forsíðuna á nýjasta Séð og heyrt. Þar stóð að einhver maður (sem ég man ekki hvað heitir) og systir Davíðs Oddsonar væru nýtt par. Alltaf gaman að vera "þekktur" fyrir að vera skyldur einhverjum eða fyrir eitthvað allt annað en eigin verðleika. Spurning hvenær það kemur "frænka Gillzenegger er að slá sér upp" eða eitthvað álíka.

*Að lokum þá verð ég að tjá mig um hversu pirraður ég er á "frændum" okkar á Norðurlöndunum. Þessi eilífu hróp í allar áttir um að íslenskt hagkerfi sé að hruni komið er að mínu mati eingöngu til að reyna að koma höggi á Íslendinga. Þessir hálfvitar eru bara sárir af því að litla þjóðin í norðri er að skeina þá. Legg til að hætt verði við Danska daga á Stykkishólmi og Sænskum dögum á Húsavík verði breytt hið snarasta aftur í Mærudaga. Ef það eru einhverstaðar Norskir dagar þá má hætta við þá líka. Færeyskir og Grænlenskir dagar sleppa. Eru þeir til?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli