01 mars 2006

Ritstífla

Sökum óannríkis hef ég ekkert komist í að opinbera mínar helstu skoðanir síðustu daga. Sökum þess kem ég víða við í þessu bloggi og ætla að setja það upp í stikklur.

*Núna eru Hreinsi og félagar að sötra Diet Kók og bíða eftir að fá niðurstöðu um hvar álver kemur til með að rísa, ef það kemur til með að rísa á annað borð.

*Las grein, eftir litla frænda minn, í mogganum um daginn. Þar er hann titlaður gjaldkeri ungra framsóknarmanna. Hann var að mæra flokkinn. Í öllum atriðum var ég ósammála honum. Vissi reyndar ekki að hann væri flokksbundinn.

*Sá líka í mogganum að Sverrir Leósson útgerðarmaður á Akureyri hélt því fram að við værum að rugla lífkeðjunni með því að veiða ekki hvali. Mér finnst það skrítið sjónarhorn á málin. Svipað og við ruglum lífkeðjunni með því að veiða ekki Fálka. Með því að grisja Fálkastofninn gætum við veitt fleiri Rjúpur.

*Múslimir eru enn þá að mótmæla mynd sem var teiknuð af manni sem má ekki teikna mynd af. Þeir eru líka að hefna sín með því að teikna allskonar myndir af Guðum annarra trúarflokka. Held að fæstir vestrænir menn allavega taki það nærri sér.

*Það er alveg að koma vor. Dagarnir eru farnir að lengjast og það koma stundum nokkrir dagar í röð þar sem maður sér sólina!

*Sögurnar um veðrið í Reykjavík sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina eru bara þjóðsögur. Það rignir stöku sinnum en þess á milli er frábært veður.

*Flensan er komin til landsins. Þó ekki fuglaflensan. Það eru innan við 100 látnir úr fuglaflensunni. Það deyr ein mannsekja á hverri mínútu (meira en 1400 á dag) af völdum smábyssa. Þá eru allar hinar byssurnar eftir sem eru notaðar í stríðum og annað. Þetta eru bara skammbyssur og gangfight og eitthvað álíka. Svo er líka ekki hægt að selja bóluefni gegn dauða af völdum skammbyssu á okur verði. Kannski það sé þess vegna sem enginn nennir að ræða þessi mál?

*Flatbökusendill rændur í Gravarvogi í gær. Þjófurinn stal flatböku, 2000 kr og bíllyklum. Um daginn var rán í Bretlandi. Þar var stolið meira en 6 þúsund milljónum. Allir þessir menn eiga það sameiginlegt að vera ræningjar!!!

*Sá innsenda grein í mogganum um daginn. Þar var vinur og fyrrverandi vinnufélagi eins af mönnunum sem komu fram í kompásþættinum, um daginn, að tjá sig. Hann sagði að hann væri veikur fyrir ungum stúlkum og spurði síðan "hver er það ekki?". Ég ætla ekki að svara því því ég veit það ekki. Hann benti líka á að stelpan hefði verið lélegur leikari og að það hefði ekki verið sýnt fram á að hún væri 13 ára. Einhvernveginn þá finnst mér það bara ekki vera aðalatriðið í þessu máli. Hvort stelpan var 13 ára eða ekki. Maðurinn hélt að hún væri 13 ára og fannst það bara fínt. Það er málið.

*Síðan ég byrjaði að skrifa þessa grein hefur verið byggt eitt stykki álver á Húsavík. Eða svo.
Skref í átt til helvítis að mínu mati. Nú byrjar geðveikin á Húsavík fyrir alvöru. Menn verða að átta sig á því að núna verður lögð stór kaka á borðið og það þýðir ekkert annað en frekja og yfirgangur til að ná sinni sneið af kökunni. Ekkert annað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli