13 mars 2006

Talandi um að pissa

Hann Bibbi er ekki bara góður og skemmtilegur penni heldur er hann nokkuð duglegur við að skrifa og því getur maður nánst pottþéttur kíkt á síðuna hjá honum flesta daga og séð nýtt blogg... Í nýjustu færslunni er hann að velta prumpi fyrir sér eins og þið getið lesið.
Ég var síðan eitthvað að tjá mig um þetta og fór að bera þetta saman við að pissa. Það er ómögulegt að átta sig á magninu sem maður pissar í hvert skipti.. Fyrir það fyrsta þá hækkar yfirborðið í klósettinu ekki neitt þannig að maður hefur ekkert viðmið nema kannski litinn. En liturinn segir mann í raun ekkert um magnið. Hann segir bara til um styrkleika þvags vs vatns.
En þegar ég fór að velta þessu fyrir mér rifjaðist upp atvik sem ég "lenti" í í Hondúras þegar ég var þar á sínum tíma. Ég hef aldrei tjáð mig upp þetta opinberlega og ekki sagt mörgum frá þessu. En núna ákvað ég að opna mig. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrnt og þar af leiðandi allt í lagi, ekki satt? Hefst nú sagan.

Þannig var að ég var á leiðinni "heim" til Antigua, í Gvatemala þar sem ég bjó, eftir vel heppnaða för til Útila í Karabíska hafinu. Ég lagði af stað fyrir sólarlag með rútu og fram undan var býsna langt ferðalag (ég kom heim seint um kvöldið og lagði af stað kl 5 um morguninn). Fyrst var það rúta frá La Ceiba til San Pedro sem tók einhverja klukkutíma. Þar tók við einhver bið eftir næsta "legg". Í þessari bið dreypti á Coca Cola og annarri ef ég man rétt. Allavega drakk ég óhemju af hinu og þessu rusli. Síðan var kominn brottfarartími. Ég ferðaðist með 1. klassa rútum sem voru loftkældar og alles þannig að plássið var nægt og hægt að láta fara vel um sig. Þegar inn í rútuna kom þá hljóp ég aftast eða svo gott sem, svona svipað og maður gerði þegar maður var í grunnskóla. Það átti heldur betur eftir að reynast happadrjúg ákvörðun.
Eftir ekki marga kílómetra þurfti Andri nefnilega að pissa. Búinn að keyra í svona 30 min og ekki "nema" 5:30 eftir á næsta áfangastað. Ég hugsaði með mér að við myndum nú stoppa einhverstaðar á leiðinni og því þyrfti ég ekki að örvænta.
Eftir svona 1 1/2 klst á ferðalagi var ég orðinn rauður og þrútinn í framann (og jafnvel annarstaðar líka) og sá ekki fram á að þetta gæti gengið svona til lengdar. Ég móaðist þó í dágóða stund en sá að það var bara ekkert á dagskránni að stoppa.
Ég þurfti einfaldlega að grípa til aðgerða. Ég fór yfir stöðuna og möguleikanna sem voru ekki margir. Ég var svo "heppinn" að eiga hálfa hálfslíters kók sem ég hafði ekki getað drukkið sökum þess hve ég þurfti að pissa.
Staðan var sem sagt sú að ég var alveg í spreng og var alveg að fara pissa á mig, hafði flösku til að pissa í en það var kók í henni. Ég þurfti að velja á milli þess að pissa 1/4 lítra og fylla upp í flöskuna eða þá að drekka kókið og pissa síðan í tóma flösku. Maður pissar andskotinn hafi það ekki meira en hálfum lítra í einu!!! Þarna kom sér líka vel að vera aftastur í rútunni.
Það varð úr að ég drakk "hland volga" kókið, reif út tólið, stillti "augað" akkúrat á stútinn og skrúfaði frá. Djöfull andskoti var það ljúft að finn alla þessa spennu losna úr læðingi. Í miðjum dúrnum leit ég upp og sá hvar kanadískur kunningi minn leit til baka. Hann hefur svo pott þétt haldið að ég væri að gera eitthvað annað en pissa!!!
Tæplega hálfum lítra síðar var flaskan orðið vel volg og nánast alveg full og ég bara rétt byrjaður! Ég hafði sko heldur betur ekki hugsað fyrir þessu. Hvernig átti ég að bregðast við? Þarna hafði ég c.a. 3 sek til að ákveða mig.
Það var ekkert í stöðunni annað en að nauðhemla. Önnur eins átök hef ég bara aldrei prufað. Örugglega svipað og að negla niður á bíl sem er á 3ja hundraði.
En æðri máttarvöld voru greinilega með mér í þessu því það hafðist að skrúfa fyrir. Eftir á var ég nánast í alveg jafn miklum spreng nema með flöskuna fulla af þvagi í staðinn fyrir að hafa hana hálfa af kóki. Samkvæmt útreikningum minnkaði vökvamagnið um fjórðung úr lítra (plús það sem ég svitnaði ég þegar ég þurfti að byrja að halda í mér aftur).
Ég losaði mig við flöskuna út um gluggann þegar við keyrðum um eitthvað hrjóstrugt land.
Um það bil 30 min síðar stöðvaði loksins rútan. Ég hljóp inn næstu götu og pissaði á grindverk þar með brjálaðan varðhund svona 30 cm frá tólinu. Og var alveg nákvæmlega sama

Engin ummæli:

Skrifa ummæli