05 apríl 2006

Ljótur draumur

Mig dreymdi mjög ljótan draum.
Ég man hann ekki í smáatriðum en svona í grunnatriðum þá var eitthvað afskræmt kvikindi sem var dautt. Man bara ekki hvort ég drap það eða einhver annar. Ég man bara að þetta var hálf sorglegt en kvikindið var engu að síður frekar ógeðfellt. Einhverskonar geimvera með stóran og ljótan tanngarð. Það sem ég man best úr þessum draumi er þegar kvikindið var dautt, ég og fleiri stóðum yfir því og vorum að fara með faðirvorið.
Ég vaknaði við að ég sagði "amen" í kór við útvarpsvekjarann minn. Þá kom það á daginn að þetta var einhver kristileg stöð og höfðu menn séð einhverja ástæðu til að útvarpa faðirvorinu kl 6:50.
Ég hafði verið í vandræðum kvöldið áður með að finna einhverja útvarpsstöð sem var ekki með skruðningum og látum. Hana fann ég og rannsakaði ekki nánar hvers eðlis þessi stöð var.

Af þessu má lær að ef maður stillir útvarpsvekjarann sinn á kristilega stöð þá er hætt við því að maður fái martröð og byrji að myrða í svefni. Fari síðan með faðirvorið og vakni við amen.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli