04 apríl 2006

Sófus

Fyrir það fyrsta og á meðan ég man. Þá ætla ég að auglýsa eftir eins og einu stykki sófa. Tveggja sæta kvikindi í fögrum litum. Ef einhver á sófa sem hann vantar að losna við þá er ég maðurinn til að taka við honum.

Annars er séra Flóki enn og aftur að gera góða hluti. Í desember skrifaði ég um að séra Flóki væri að ljúga í litla krakka eins og lesa má hér. Kannski ekki ljúga heldur meira að segja þeim sannleikann! En núna er hann aftur að gera góða hluti. Eftir að vera búinn að segja krökkunum að sveinki sé ekki til þá er hann núna búinn að segja þeim að þeir fari til helvítis ef þau hagi sér ekki skikkanlega. Þar hafið þið það. Jólasveinninn er ekki til en djöfullinn og helvíti er til. Gaman að því.

Stefnan er tekin á herrakvöld Völsungs næstkomandi helgi. Það verður frábært. Það var óeðlilega gaman í fyrra.

Svo er það Tyrkland í næstu viku. Æfingaferð með Valsmönnum. Það verður örugglega gaman líka. Ég kem til með að prufa í fyrsta skiptið "allt innifalið" hótel. Sem þýðir að maður fer bara á veitingastaðinn eða barinn og fær sér það sem manni langar í án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir. Ég átta mig að sjálfsögðu á því að ég er búinn að borga þetta, þess vegna tala ég ekki um að ég fái þetta frítt. Hins vegar fyrst ég er búinn að borga morðfjár fyrir þetta þá ætla ég að nota mér þetta.

Talandi um morðfjár! Er það þetta "Icelandic killer-sheep" eins og á bolunum? Maður spyr sig!

En að lokum þá langar mig að spyrja hvað er eiginlega í gangi?
Var að kíkka á textavarpið og sá þar fyrirsögnina "Nauðgunartilraun á Vesturlandsvegi".
Í stuttu máli þá var 19 ára stúlka að keyra Vesturlandsveginn þegar maður gaf henni merki um að stöðva bílinn. Hún hélt að hann væri í einhverjum vandræðum og stöðvaði. Maðurinn rotaði hana og næsta sem hún veit er að hún vaknar aftur í bifreiðinni fyrir utan Reykjavík, með tvo karlmenn stadda í bílnum og annar þeirra að "leita á hana". Hún barðist um og endaði þetta allt saman með því að annar maðurinn missti stjórn á bílnum og keyrði út af. Við það lögðu mennirnir á flótta.
Ég bara spyr hvað er í gangi? Erum við ekki örugglega á Íslandi enn þá?
Núna er ég agalega pirraður. Þetta fer að verða hérna eins og í Bandaríkjunum þar sem fólk forðar sér frekar en að veita nauðstöddum aðstoð.
Það sem pirrar mig jafnvel enn þá meira er það að maður veit lítið sem ekkert um hvað málið snýst. Eru þessir menn bara botnfallið í þjóðfélags-glögginu og völdu sér fórnarlamb tilviljunarkennt eða á þetta sér einhverjar "skýringar" sem við vitum ekki um? Án þess að ég hafi minnstu hugmynd um þetta tiltekna mál, var bara að lesa um þetta í fréttamiðlum, þá ætla ég að setja upp smá dæmi. Kannski var þetta stelpa sem skuldar fyrr fíkniefni og gaurarnir voru handrukkarar. Að því gefnu þá þarf atburðarrásin ekki að hafa verið eins og sagt er frá í fréttum. Á hinn bóginn þá getur þetta hafa verið eins tilviljunarkennt og hugsast getur. Saklaus stelpa að keyra, hjálpsemi að stöðva bílinn og búmm. Þetta fær hún að launum.
Ef þetta var svona eins og í síðara dæminu þá langar mig til að rifja upp eitthvað sem ég hef skrifað um áður og á örugglega eftir að skrifa um aftur.
Það eru refsingar fyrir brot á lögum. Segjum sem svo að þessir menn séu botnfall og hafi valið handahófskennt fórnarlamb til að nauðga. Þá á að sjálfsögðu að taka þá af lífi. Ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum þá væri hægt að fara milliveg og höggva kannski af þeim hendurnar. Báðar. Við öxl. Það myndi hins vegar þýða kostnað fyrir þjóðfélagið því ekki gætu þeir séð um sig sjálfir. Upp með dauðarefsingar og sekur uns sekt er sönnuð. Öðruvísi er ekki hægt að halda siðmenntuðu þjóðfélagi gangandi.

Að lokum þá giska ég á að ef þessir menn nást og þetta var svona handahófskennt eins og ég reifaði. Þá verða þeir væntanlega dæmdir. Mín ágiskun er sú að þeir fái mildari dóm en Garðar Örn Úlfarsson fékk, sem ritstjóri Hér og Nú fyrir að skella "Bubbi er fallinn" á forsíðuna, sem hann vissulega var. Dómarinn hins vegar vissi sem svo að þorri þjóðarinnar er það vitlaus að hann ályktar af því að lesa fyrirsagnir og heldur að hann þurfi ekki að lesa greinina því fyrirsögnin segir allt sem segja þarf. Þessu er hins vegar öfugt farið. Fyrirsögnin er oft lítið í tengslum við "fréttina".
Bubbi fékk líka hærri miskabætur en stúlkan sem ég skrifaði um fyrir nokkrum árum. Fyrrverandi kærasti hennar nauðgaði henni hrottalega. Flakaði hana með ostaskera, drap í sígarettum á henni, lét hana borða eigin saur, setti hana undir brennandi heita sturtu og svona mætti lengi telja. Hann tók sér næstum heila helgi í þetta. Man ekki hvað hún fékk í bætur en það var mun minna en okkar ástkæri Bubbi. Brynja ég elska þig.

Banananananananalýðveldi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli