18 maí 2006

Annað

Þar sem ég er alltaf að fá einhverjar hugmyndir og væri löngu orðinn ríkur ef ég myndi framkvæma þær í staðinn fyrir að bíða og horfa á einhverja aðra framkvæma þær,
þá langar mig að koma hérna með eina hugmynd. Reyndar verður enginn ríkur af þessu. Þetta er meira svona eitthvað sem vantar og hlýtur að fara að koma.

Það sem ég var að pæla er í sambandi við messenger sem allir kannast við.
Þið hafið öll séð þegar einhver er að hlusta á eitthvað þá getur maður séð hvaða lag viðkomandi er að hlusta á og svo framvegis. Það sem mér finnst vanta er að þegar einhver er að auglýsa bloggið sitt eða nýtt blogg eða eitthvað og setur inn vefslóð þá þyrfti hún að koma sem linkur.
Dæmi: Jón Jónsson er á messenger hjá mér og setur í "personal messages" "sjáið þetta http://video.google.com/309u03/cra?shng/flkjblablabla".
Hvernig í ósköpunum á ég að geta skoðað þetta? Það tæki mig allan daginn að skrifa þetta inn og þá er ekkert víst að það væri rétt.
Þetta er reyndar svona ýkt dæmi, oftast er þetta svona "nýtt blogg www.einhver.bloggar.is eða blog.central.is/einhver.
Væri ekki mikið einfaldara ef það kæmi bara svona blár linkur þegar menn setja inn vefslóð og maður myndi bara klikka á hana og þá myndi opnast nýr gluggi og allir ánægðir?
Jú ég hélt það..

P.s. þeir sem lesa þetta og þekkja mig og ég þekki þá og er ekki með þá í messenger þá standa yfir "velkominn" dagar hjá mér. Í fáum orðum sagt virkar þetta þannig að allir sem ég þekki eru velkomnir að "adda" mér inn á messenger. Netfangið er til hliðar...

pís

Engin ummæli:

Skrifa ummæli